Rithöfundar nýttu aukadaginn í brúðkaup Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. mars 2024 10:07 Bragi Páll og Bergþóra fóru sínar eigin leiðir varðandi giftingarhringana. Bergþóra Snæbjörns Bragi Páll Sigurðsson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru hjón. Sannkölluð rithöfundahjón. Þau létu pússa sig saman við persónulega athöfn á heimili sínu í gær, 29. febrúar. Átta ára dóttir þeirra stýrði athöfninni. Bergþóra segir frá tímamótunum á Facebook-síðu sinni. „Við Bragi Páll ætluðum að gifta okkur í Vegas árið 2014 þegar við vorum á ferðalagi um Bandaríkin. Svo sólbrunnum við svo skelfilega daginn àður að við hættum við. Síðan er liðinn áratugur og tvö börn og loksins létum við verða af þessu,“ segir Bergþóra. Andi Elvis Presley sveif yfir vötnum eins og til stóð í Las Vegas fyrir áratug. „Þar sem Elvis Presley gaf okkur aldrei saman, sungu Bragi og Úa lag með Elvis. Can’t help falling in love,“ segir Bergþóra og vísar til Úrsúlu dóttur þeirra sem verður brátt níu ára. View this post on Instagram A post shared by Bergþóra Snæbjörnsdóttir (@bergthorass) „Það var svo Úrsúla sem gaf okkur saman en hún samdi ræðuna alveg sjálf. Hún bað mig að passa eins vel upp á pabba sinn og ég passa upp á skóna mína. Sem er fyndið þar sem ég er algjör skóböðull. Svo bað hún pabba sinn að passa jafnvel upp á mig og húsbílinn sinn. Sem er reyndar on point.“ Bragi Páll hefur réttindi til að gefa fólk saman á vegum Siðmenntar og má telja líklegt að hann hafi séð um pappírsvinnuna þótt Úrsúla hafi stýrt athöfninni með glæsibrag. Uppþvottavélin fór af stað í miðri athöfn. „Rómantískt - eins og við. Lifi ástin og ljósið.“ Bergþóra var viðmælandi Dóru Júlíu í jólasögu í desember. Bergþóra og Bragi hafa látið ástandið í Palestínu sig varða og verið áberandi í mótmælum á Austurvelli þar sem ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd. Bergþóra var meðal þriggja kvenna sem fóru á eigin vegum til Egyptalands og komu Palestínufólki með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til Íslands. „Við héldum enga almennilega veislu og því eigum við ekki rétt á neinum gjöfum. En ef þið hugsið hlýlega til okkar megið þið endilega gefa okkur þá brúðkaupsgjöf að styrkja söfnunina okkar til að bjarga fólki út af Gaza. Svo að fleiri fjölskyldur fái að njóta þess, sem okkur þykir svo sjálfsagt, að vera saman,“ segir Bergþóra og deilir söfnunarupplýsingum. Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kt:600217-0380 Aur: 1237919151 „Ef að söfnunin klárast lofum við risapartýi í sumar!“ Tímamót Bókmenntir Hlaupársdagur Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Bergþóra segir frá tímamótunum á Facebook-síðu sinni. „Við Bragi Páll ætluðum að gifta okkur í Vegas árið 2014 þegar við vorum á ferðalagi um Bandaríkin. Svo sólbrunnum við svo skelfilega daginn àður að við hættum við. Síðan er liðinn áratugur og tvö börn og loksins létum við verða af þessu,“ segir Bergþóra. Andi Elvis Presley sveif yfir vötnum eins og til stóð í Las Vegas fyrir áratug. „Þar sem Elvis Presley gaf okkur aldrei saman, sungu Bragi og Úa lag með Elvis. Can’t help falling in love,“ segir Bergþóra og vísar til Úrsúlu dóttur þeirra sem verður brátt níu ára. View this post on Instagram A post shared by Bergþóra Snæbjörnsdóttir (@bergthorass) „Það var svo Úrsúla sem gaf okkur saman en hún samdi ræðuna alveg sjálf. Hún bað mig að passa eins vel upp á pabba sinn og ég passa upp á skóna mína. Sem er fyndið þar sem ég er algjör skóböðull. Svo bað hún pabba sinn að passa jafnvel upp á mig og húsbílinn sinn. Sem er reyndar on point.“ Bragi Páll hefur réttindi til að gefa fólk saman á vegum Siðmenntar og má telja líklegt að hann hafi séð um pappírsvinnuna þótt Úrsúla hafi stýrt athöfninni með glæsibrag. Uppþvottavélin fór af stað í miðri athöfn. „Rómantískt - eins og við. Lifi ástin og ljósið.“ Bergþóra var viðmælandi Dóru Júlíu í jólasögu í desember. Bergþóra og Bragi hafa látið ástandið í Palestínu sig varða og verið áberandi í mótmælum á Austurvelli þar sem ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd. Bergþóra var meðal þriggja kvenna sem fóru á eigin vegum til Egyptalands og komu Palestínufólki með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til Íslands. „Við héldum enga almennilega veislu og því eigum við ekki rétt á neinum gjöfum. En ef þið hugsið hlýlega til okkar megið þið endilega gefa okkur þá brúðkaupsgjöf að styrkja söfnunina okkar til að bjarga fólki út af Gaza. Svo að fleiri fjölskyldur fái að njóta þess, sem okkur þykir svo sjálfsagt, að vera saman,“ segir Bergþóra og deilir söfnunarupplýsingum. Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kt:600217-0380 Aur: 1237919151 „Ef að söfnunin klárast lofum við risapartýi í sumar!“
Tímamót Bókmenntir Hlaupársdagur Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira