Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 12:03 Hús sem standa á eða við sprungur í Grindavík eru mörg hver sigin, halla og eru skökk. Vísir/Vilhelm Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira