Myndaveisla: Yfir þúsund manns í listrænu fjöri í Hveragerði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. mars 2024 09:01 Óttar Proppé lét sig ekki vanta á sýningaropnunina síðustu helgi. Listasafn Árnesinga Menningarlífið iðaði í Hveragerði síðastliðinn laugardag þar sem yfir þúsund manns lögðu leið sína á sýningaropnun Listasafns Árnesinga. Var um að ræða sýningu fimm listamanna sem öll hafa verið áberandi í sýningarhaldi undanfarin ár, bæði erlendis og hérlendis. Listamennirnir eru Erla S. Haraldsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Kristinn Már Pálmason, Sigga Björg Sigurðardóttir og Mikael Lind. Sýningarnar eiga allar sameiginlegt að vera dulúðlegar og marglaga með sögum inn í sögum sem tengjast óbeint með yfirnáttúrulegum blæ. Frá vinstri: Kristinn Már Pálmason, Hrafnkell Sigurðsson, Erla S. Haraldsdóttir, Kristín Scheving safnstjóri Listasafns Árnesinga, Sigga Björg Sigurðardóttir og Mikael Lind.Listasafn Árnesinga „Erla S. Haraldsdóttir sýnir gvassverk auk blýantsteikninga með blaðgulli og málaðra skúlptúra úr náttúruefnum og eru verkin unnin á árabilinu 2021 til 2024. Skúlptúrarnir í sýningu Erlu eru samansettir í rýmisinnsetningu. Þeir eru gerðir úr fjölda smárra steina sem hún hefur fengið að flytja frá „Melville Koppies“, vernduðu náttúrusvæði í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sem rakið hefur verið allt að þremur billjónum ára aftur í tíma, til steinaldar. Litrík málverkaröð Erlu S. Haraldsdóttur er unnin með olíu á striga en einnig beint á veggi safnrýmisins. Með mynstruðum veggverkunum, sem innblásin eru af mynsturgerð kvenna af Ndbele ættbálknum í Suður-Afríku þar sem Erla býr sjálf, myndar hún marglaga tengingar milli þeirra hlutbundnu verka er endurspegla þætti úr draumum langalangömmu hennar um huldufólk.“ Listakonan Erla Haraldsdóttir. Listasafn Árnesinga „Málverk Kristins Más Pálmasonar eru stór að stærðum og sprúðlandi af lífi, nánast á hreyfingu og draga okkur til sín líkt og hvirfilbylur, svo mikið er að gerast á myndfletinum. Okkur birtast þar ýmis rúmfræðileg form, birtingarmyndir ýmiss tákna og vísanir í táknfræði fyrri tíma og samtímans, hlutbundin og óhlutbundin teikning, sums staðar handskrift og annars staðar náttúruleg form.“ Kristinn Már Pálmason listamaður.Listasafn Árnesinga „Myndbandsinnsetning Siggu Bjargar Sigurðardóttur og Mikaels Lind, Hamflettur, er unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Innsetningin samanstendur af 30 vídeóverkum og 30 hljóðverkum unnum fyrir 3 skjávarpa og 6 hátalara. Sigga Björg vinnur jöfnum höndum að hlutbundnum og óhlutbundnum teikningum á pappír, ásamt því að mála og teikna beint á veggi. Hún hefur skapað fjölmörg myndbandsverk er byggja á stop-motion tækni þar sem hver rammi hreyfimyndarinnar er handteiknaður.“ Sigga Björg Sigurðardóttir og Halldór Björn Runólfsson.Listasafn Árnesinga „Náttúran er ekki bara allt um lykjandi heldur leynist hún sömuleiðis innra með okkur og hindrar okkur í að draga skörp skil milli ytri veraldar og innri vitundar. Þess vegna glímir Hrafnkell Sigurðsson við náttúruna eins og sá sem veit sig vera óaðskiljanlegan hluta hennar í einu og öllu. Hann spennir hornótt og áberandi tjöld sín - framandi aðskotahluti í líkingu við samhverfar geimstöðvar eða austurlenskar pagóður - andspænis mjallhvítri fönninni alltumlykjandi. Hrafnkell hlaut aðalverðlaun íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2023.“ Listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson flutti erindi. Listasafn Árnesinga Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 12-17 og ókeypis aðgangur. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Yfir þúsund manns kíktu við á opnunina. Listasafn Árnesinga Fólk mætti í sínu fínasta pússi. Listasafn Árnesinga Sara Björnsdóttir, Kristín Scheving, Erla S. Haraldsdóttir og Helga Óskarsdóttir.Listasafn Árnesinga Sýning Erlu bar yfirskriftina Draumur móður minnar. Listasafn Árnesinga Listin var skoðuð gaumgæfilega. Listasafn Árnesinga Innsetning Siggu Bjargar og Mikaels Lind. Listasafn Árnesinga Þessar voru í góðum gír. Listasafn Árnesinga Listamennirnir notuðust við ólíka listmiðla. Listasafn Árnesinga Sigurður Guðjónsson og Kristján Steingrímur. Listasafn Árnesinga Libia Castro, Elísabet Jökulsdóttir og Ólafur Ólafsson. Listasafn Árnesinga Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigríður Hjálmarsdóttir.Listasafn Árnesinga Margt var um manninn á Listasafni Árnesinga á laugardaginn. Listasafn Árnesinga Max Riley og Craniv Boyd.Listasafn Árnesinga Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Sigurþór Heimisson.Listasafn Árnesinga Óttar Proppé í góðum félagsskap. Listasafn Árnesinga Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Myndlist Menning Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Listamennirnir eru Erla S. Haraldsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Kristinn Már Pálmason, Sigga Björg Sigurðardóttir og Mikael Lind. Sýningarnar eiga allar sameiginlegt að vera dulúðlegar og marglaga með sögum inn í sögum sem tengjast óbeint með yfirnáttúrulegum blæ. Frá vinstri: Kristinn Már Pálmason, Hrafnkell Sigurðsson, Erla S. Haraldsdóttir, Kristín Scheving safnstjóri Listasafns Árnesinga, Sigga Björg Sigurðardóttir og Mikael Lind.Listasafn Árnesinga „Erla S. Haraldsdóttir sýnir gvassverk auk blýantsteikninga með blaðgulli og málaðra skúlptúra úr náttúruefnum og eru verkin unnin á árabilinu 2021 til 2024. Skúlptúrarnir í sýningu Erlu eru samansettir í rýmisinnsetningu. Þeir eru gerðir úr fjölda smárra steina sem hún hefur fengið að flytja frá „Melville Koppies“, vernduðu náttúrusvæði í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sem rakið hefur verið allt að þremur billjónum ára aftur í tíma, til steinaldar. Litrík málverkaröð Erlu S. Haraldsdóttur er unnin með olíu á striga en einnig beint á veggi safnrýmisins. Með mynstruðum veggverkunum, sem innblásin eru af mynsturgerð kvenna af Ndbele ættbálknum í Suður-Afríku þar sem Erla býr sjálf, myndar hún marglaga tengingar milli þeirra hlutbundnu verka er endurspegla þætti úr draumum langalangömmu hennar um huldufólk.“ Listakonan Erla Haraldsdóttir. Listasafn Árnesinga „Málverk Kristins Más Pálmasonar eru stór að stærðum og sprúðlandi af lífi, nánast á hreyfingu og draga okkur til sín líkt og hvirfilbylur, svo mikið er að gerast á myndfletinum. Okkur birtast þar ýmis rúmfræðileg form, birtingarmyndir ýmiss tákna og vísanir í táknfræði fyrri tíma og samtímans, hlutbundin og óhlutbundin teikning, sums staðar handskrift og annars staðar náttúruleg form.“ Kristinn Már Pálmason listamaður.Listasafn Árnesinga „Myndbandsinnsetning Siggu Bjargar Sigurðardóttur og Mikaels Lind, Hamflettur, er unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Innsetningin samanstendur af 30 vídeóverkum og 30 hljóðverkum unnum fyrir 3 skjávarpa og 6 hátalara. Sigga Björg vinnur jöfnum höndum að hlutbundnum og óhlutbundnum teikningum á pappír, ásamt því að mála og teikna beint á veggi. Hún hefur skapað fjölmörg myndbandsverk er byggja á stop-motion tækni þar sem hver rammi hreyfimyndarinnar er handteiknaður.“ Sigga Björg Sigurðardóttir og Halldór Björn Runólfsson.Listasafn Árnesinga „Náttúran er ekki bara allt um lykjandi heldur leynist hún sömuleiðis innra með okkur og hindrar okkur í að draga skörp skil milli ytri veraldar og innri vitundar. Þess vegna glímir Hrafnkell Sigurðsson við náttúruna eins og sá sem veit sig vera óaðskiljanlegan hluta hennar í einu og öllu. Hann spennir hornótt og áberandi tjöld sín - framandi aðskotahluti í líkingu við samhverfar geimstöðvar eða austurlenskar pagóður - andspænis mjallhvítri fönninni alltumlykjandi. Hrafnkell hlaut aðalverðlaun íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2023.“ Listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson flutti erindi. Listasafn Árnesinga Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 12-17 og ókeypis aðgangur. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Yfir þúsund manns kíktu við á opnunina. Listasafn Árnesinga Fólk mætti í sínu fínasta pússi. Listasafn Árnesinga Sara Björnsdóttir, Kristín Scheving, Erla S. Haraldsdóttir og Helga Óskarsdóttir.Listasafn Árnesinga Sýning Erlu bar yfirskriftina Draumur móður minnar. Listasafn Árnesinga Listin var skoðuð gaumgæfilega. Listasafn Árnesinga Innsetning Siggu Bjargar og Mikaels Lind. Listasafn Árnesinga Þessar voru í góðum gír. Listasafn Árnesinga Listamennirnir notuðust við ólíka listmiðla. Listasafn Árnesinga Sigurður Guðjónsson og Kristján Steingrímur. Listasafn Árnesinga Libia Castro, Elísabet Jökulsdóttir og Ólafur Ólafsson. Listasafn Árnesinga Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigríður Hjálmarsdóttir.Listasafn Árnesinga Margt var um manninn á Listasafni Árnesinga á laugardaginn. Listasafn Árnesinga Max Riley og Craniv Boyd.Listasafn Árnesinga Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Sigurþór Heimisson.Listasafn Árnesinga Óttar Proppé í góðum félagsskap. Listasafn Árnesinga
Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Myndlist Menning Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira