Enn læstur úti en óviss um að hann langi aftur inn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 11:30 Hjálmar Örn Jóhannsson er einn þeirra sem enn komast ekki inn á Facebook eftir hrakfarir miðilsins í gær. Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur og leikari er ennþá læstur út af samfélagsmiðlinum Facebook eftir að samfélagsmiðillinn hrundi í gær. Hann man ekki lykilorðið sitt en segist þrátt fyrir allt vera að íhuga að hætta bara alfarið á miðlinum. „Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“ Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“
Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira