Frelsis- og mannúðarmál að heimila dánaraðstoð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2024 13:04 Dánaraðstoð verður lögleg á Íslandi ef frumvarp Viðreisnar nær fram að ganga en þó með skilyrðum. Frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta vera frelsis- og mannúðarmál. Markmið frumvarpsins er að heimila fólki með ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Ég held að við höfum langflest persónulega reynslu af því að horfa upp á ástvin þjást af völdum banvæns sjúkdóms og viljum gera betur í þeim efnum og þó svo að líknameðferð sem við komandi hefur fengið hafi verið góð þá er viðkomandi kannski bara löngu tilbúinn að kveðja,“ segir Katrín. Í þessum skrifuðu orðum er verið að ræða efni frumvarpsins á Alþingi. Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu á vef Alþingis. Dánaraðstoð yrði þó aðeins heimil að skilyrðum uppfylltum. Sjúklingur sem vill þiggja dánaraðstoð þyrfti að lýsa yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja, að eigin frumkvæði. „Þetta er í grunninn frelsis- og mannúðarmál. Hér erum við að tala um yfirráðsrétt einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama en við erum líka að tala um þegar við erum búin að berjast til síðasta blóðdropa, getum ekki meir, og erum bara svolítið tilbúin að fara að við sé okkur gert kleift að hafa einhverja stjórn á því.“ Læknum gefið samviskufrelsi Læknum bæri skylda til að ganga úr skugga um að viðkomandi sjúklingur uppfylli skilyrði samkvæmt frumvarpinu en þeir þyrftu líka að leita álits óháðs læknis sem annast hefur sjúklinginn. Mánuður þyrfti að líða frá því sjúklingur óskar eftir dánaraðstoð og þar til hún yrði veitt. Samkvæmt frumvarpinu gætu læknar neitað að framkvæma dánaraðstoð stangist hún á við trúarleg eða siðferðisleg viðhorf þeirra. „Það er bara ótrúlega mikilvægt að þeim sé veitt það því þrátt fyrir að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks sé orðið mun jákvæðara í garð dánar aðstoðar en það var áður þá er þetta náttúrulega alveg siðferðisleg spurning sem hver og einn verður að meta fyrir sjálfan sig.“ Viðreisn Alþingi Dánaraðstoð Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Markmið frumvarpsins er að heimila fólki með ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Ég held að við höfum langflest persónulega reynslu af því að horfa upp á ástvin þjást af völdum banvæns sjúkdóms og viljum gera betur í þeim efnum og þó svo að líknameðferð sem við komandi hefur fengið hafi verið góð þá er viðkomandi kannski bara löngu tilbúinn að kveðja,“ segir Katrín. Í þessum skrifuðu orðum er verið að ræða efni frumvarpsins á Alþingi. Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu á vef Alþingis. Dánaraðstoð yrði þó aðeins heimil að skilyrðum uppfylltum. Sjúklingur sem vill þiggja dánaraðstoð þyrfti að lýsa yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja, að eigin frumkvæði. „Þetta er í grunninn frelsis- og mannúðarmál. Hér erum við að tala um yfirráðsrétt einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama en við erum líka að tala um þegar við erum búin að berjast til síðasta blóðdropa, getum ekki meir, og erum bara svolítið tilbúin að fara að við sé okkur gert kleift að hafa einhverja stjórn á því.“ Læknum gefið samviskufrelsi Læknum bæri skylda til að ganga úr skugga um að viðkomandi sjúklingur uppfylli skilyrði samkvæmt frumvarpinu en þeir þyrftu líka að leita álits óháðs læknis sem annast hefur sjúklinginn. Mánuður þyrfti að líða frá því sjúklingur óskar eftir dánaraðstoð og þar til hún yrði veitt. Samkvæmt frumvarpinu gætu læknar neitað að framkvæma dánaraðstoð stangist hún á við trúarleg eða siðferðisleg viðhorf þeirra. „Það er bara ótrúlega mikilvægt að þeim sé veitt það því þrátt fyrir að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks sé orðið mun jákvæðara í garð dánar aðstoðar en það var áður þá er þetta náttúrulega alveg siðferðisleg spurning sem hver og einn verður að meta fyrir sjálfan sig.“
Viðreisn Alþingi Dánaraðstoð Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01
Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26