Áfall fyrir Ferrari: Sainz á leið í aðgerð - Keppir ekki um helgina Aron Guðmundsson skrifar 8. mars 2024 11:44 Carlos Sainz, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari verður fjarri góðu gamni í Sádi-Arabíu um helgina Vísir/Getty Carlos Sainz, annar ökumanna Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur verið greindur með botnlangabólgu og þarf að gangast undir aðgerð vegna hennar. Hann mun því ekki aka bíl Ferrari þessa keppnishelgina. Frá þessu greinir Ferrari í yfirlýsingu en í stað Sainz mun þróunarökumaðurinn Oliver Bearman þreyta frumraun sína fyrir þetta sögufræga lið í Formúlu 1. Kepp er á krefjandi götubraut í Sádi-Arabíu þessa helgina og er um að ræða eina erfiðustu braut keppnisdagatalsins í Formúlu 1. Bearman fær því ansi verðugt verkefni í hendurnar en tímatökur fyrir keppni morgundagsins fara fram síðar í dag. Oliver Bearman er 18 ára gamall breskur ökumaður sem hefur ekið í undirmótaröðum Formúlu 1 og keppir nú einnig í Formúlu 2 mótaröðinni. Hann bar sigur úr býtum í ítölsku útgáfu Formúlu 4 mótaraðarinnar árið 2021 og stóð einnig uppi sem meistari í ADAC Formúlu 4 mótaröðinni það sama ár. Það mun mæða mikið á Oliver Bearman (til hægri) um helginaVísir/Getty Árið 2021 var árið hans Bearman en eftir árangur sinn í Fomrúlu 4 gerði hann samning við Ferrari ökumannsakademíuna. Í október ók Bearman í fyrsta sinn Formúlu 1 bíl ítalska risans í prófunum í Fiorano á Ítalíu. Þá hefur hann ekið fyrir systurlið Ferrari, Haas, á æfingum fyrir kappaksturinn í Mexíkó á síðasta ári og eftir síðustu keppni 2023 tímabilsins ók hann í prófunum fyrir Ferrari í Abu Dhabi. Um áfall er að ræða fyrir Carlos Sainz sem heldur nú í aðgerð. Spánverjinn fór vel af stað og kom sér á verðlaunapall í fyrstu keppni ársins í Barein um síðustu helgi. Óvíst er á þessari stundu hversu lengi hann verður frá. Carlos Sainz has been diagnosed with appendicitis and will require surgery. As from FP3 and for the rest of this weekend, he will be replaced by reserve driver Oliver Bearman. Oliver will therefore take no further part in this round of the F2 Championship. The Ferrari family pic.twitter.com/zePBeZlJED— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) March 8, 2024 Vodafone Sport er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Bein útsending frá tímatökum fyrir Sádi-Arabíu kappskturinn hefst í dag klukkan 16:55. Kappaksturinn sjálfur er síðan sýndur í beinni útsendingu klukkan hálf fimm á morgun. Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Frá þessu greinir Ferrari í yfirlýsingu en í stað Sainz mun þróunarökumaðurinn Oliver Bearman þreyta frumraun sína fyrir þetta sögufræga lið í Formúlu 1. Kepp er á krefjandi götubraut í Sádi-Arabíu þessa helgina og er um að ræða eina erfiðustu braut keppnisdagatalsins í Formúlu 1. Bearman fær því ansi verðugt verkefni í hendurnar en tímatökur fyrir keppni morgundagsins fara fram síðar í dag. Oliver Bearman er 18 ára gamall breskur ökumaður sem hefur ekið í undirmótaröðum Formúlu 1 og keppir nú einnig í Formúlu 2 mótaröðinni. Hann bar sigur úr býtum í ítölsku útgáfu Formúlu 4 mótaraðarinnar árið 2021 og stóð einnig uppi sem meistari í ADAC Formúlu 4 mótaröðinni það sama ár. Það mun mæða mikið á Oliver Bearman (til hægri) um helginaVísir/Getty Árið 2021 var árið hans Bearman en eftir árangur sinn í Fomrúlu 4 gerði hann samning við Ferrari ökumannsakademíuna. Í október ók Bearman í fyrsta sinn Formúlu 1 bíl ítalska risans í prófunum í Fiorano á Ítalíu. Þá hefur hann ekið fyrir systurlið Ferrari, Haas, á æfingum fyrir kappaksturinn í Mexíkó á síðasta ári og eftir síðustu keppni 2023 tímabilsins ók hann í prófunum fyrir Ferrari í Abu Dhabi. Um áfall er að ræða fyrir Carlos Sainz sem heldur nú í aðgerð. Spánverjinn fór vel af stað og kom sér á verðlaunapall í fyrstu keppni ársins í Barein um síðustu helgi. Óvíst er á þessari stundu hversu lengi hann verður frá. Carlos Sainz has been diagnosed with appendicitis and will require surgery. As from FP3 and for the rest of this weekend, he will be replaced by reserve driver Oliver Bearman. Oliver will therefore take no further part in this round of the F2 Championship. The Ferrari family pic.twitter.com/zePBeZlJED— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) March 8, 2024 Vodafone Sport er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Bein útsending frá tímatökum fyrir Sádi-Arabíu kappskturinn hefst í dag klukkan 16:55. Kappaksturinn sjálfur er síðan sýndur í beinni útsendingu klukkan hálf fimm á morgun.
Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira