Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. mars 2024 18:01 Asma al Assar er meðal þeirra sem bíða eftirvæntingarfull fjölskyldu sinnar frá Gasa. Vísir/Vilhelm Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. Á áttunda tug Gasabúa fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrr í vikunni. Bjarni Benediktsson átti símafund með starfsbróður sínum í Ísrael, honum Israel Katz, til að flýta fyrir afgreiðslu málsins. Abdulla er meðal þeirra sem bíða spennt eftir fjölskyldumeðlimum og hann segist vera mjög spenntur fyrir því að gefa bróður sínum sem hann hefur aldrei séð áður stórt knús. „Jú, fimm ár hef ég ekki séð þau. Öll fjölskyldan er núna komin nema pabbi minn. Pabbi minn er núna í Gasa og kannski kemur hann í næstu viku,“ segir hann. „Ég get ekki beðið. Ég er búinn að bíða í fimm ár og nú ég get ekki beðið í fimm klukkutíma.“ Mahmoud al Saiqali er annar og hann bíður með stærðarinnar blómvönd í höndunum handa eiginkonu sinni. Hann hefur beðið hennar og barna þeirra í sex ár og segist mjög spenntur. Asma al Assar er önnur en hún talaði við fréttamann ásamt yngri systur sinni í sínu fínasta pússi. Hún á von á foreldrum sínum og bræðrum og þær segjast vera mjög spenntar að sjá þau. Biðin hafi verið þeim erfið og þær hafi verið mjög áhyggjufullar. „Ég er svo hamingjusöm,“ segir Asma. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Á áttunda tug Gasabúa fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrr í vikunni. Bjarni Benediktsson átti símafund með starfsbróður sínum í Ísrael, honum Israel Katz, til að flýta fyrir afgreiðslu málsins. Abdulla er meðal þeirra sem bíða spennt eftir fjölskyldumeðlimum og hann segist vera mjög spenntur fyrir því að gefa bróður sínum sem hann hefur aldrei séð áður stórt knús. „Jú, fimm ár hef ég ekki séð þau. Öll fjölskyldan er núna komin nema pabbi minn. Pabbi minn er núna í Gasa og kannski kemur hann í næstu viku,“ segir hann. „Ég get ekki beðið. Ég er búinn að bíða í fimm ár og nú ég get ekki beðið í fimm klukkutíma.“ Mahmoud al Saiqali er annar og hann bíður með stærðarinnar blómvönd í höndunum handa eiginkonu sinni. Hann hefur beðið hennar og barna þeirra í sex ár og segist mjög spenntur. Asma al Assar er önnur en hún talaði við fréttamann ásamt yngri systur sinni í sínu fínasta pússi. Hún á von á foreldrum sínum og bræðrum og þær segjast vera mjög spenntar að sjá þau. Biðin hafi verið þeim erfið og þær hafi verið mjög áhyggjufullar. „Ég er svo hamingjusöm,“ segir Asma.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira