„Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með íslenska landsliðinu. Skorar hann í Bestu deildinni í sumar? Vísir/Hulda Margrét Hvar spilar Gylfi Þór Sigurðsson sumarið 2024? Besta sætið ræddi framtíð eins besta knattspyrnumanns Íslandssögunnar. Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira