Heiða Guðný er um mínútu að rýja hverja kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2024 20:30 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu, sem fer á milli bæjar til að rýja sauðfé bænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind. Hún rýir oft hundrað og fimmtíu til tvö hundruð kindur á dag fyrir bændur og búalið. Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira