Hið árlega partý gegnur undir nafninu Elton John AIDS Foundation's Annual Academy Awards Viewing Party, er tileinkað rannsóknum á alnæmi og HIV og hafa samtök Eltons safnað hundruðum milljóna dollara.

Rúrik birti sjálfsmynd af sér á Instagram story þar sem hann skrifar: „Elton's Oscars party ready“ eða tilbúinn fyrir Óskarspartý Eltons. Í kjölfarið birti hann myndband þar sem hann virðist vera í viðtali við erlenda sjónvarpsstöð á hinni sögufrægu götu Sunset Boulevard í Hollywood.


Veislan var stjörnum prýdd að vana og ásamt Rúrik voru meðal annars tískuhönnuðurinn Donatella Versace, leikkonan Julia Fox, leikarinn Neil Patrick Harris og David Burtka, One Tree Hill stjarnan Sophia Bush, Pose leikkonan Michaela Jaé Rodriguez, leikkonan Zooey Deschanel, breska bomban Elizabeth Hurley og fyrirsætan og vinkona Rúriks Heidi Klum,svo eitthvað sé nefnt.

