Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Jakob Bjarnar og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 11. mars 2024 10:45 Hera Björk lætur lítið fyrir sér fara, sem þýðir væntanlega að ekkert hefur breyst. Hún vill út. Ótrauð. En meðan kraumar umræðan og Bubba Morthens líst ekki á hana: Látið Heru í friði! Vísir/Hulda Margrét Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. Bubbi blandar sér í það sem hann telur óvægna umræðu um fyrirhugaða hugsanlega þátttöku Heru Bjarkar í Eurovision. Hera hafði áður kveðið skýrt á um að hún myndi taka þátt ef svo færi að hún myndi vinna keppnina. Hún vann ekki keppnina, hana sigraði Bashar Murad en hún vann einvígið. Hvernig að því var staðið hefur það verið gagnrýnt af nokkurri hörku. Og hafa meinlegar skopmyndir af Heru Björk birtst í fjölmiðlum eins og til að mynda í Heimildinni. „Hera Björk vann þessa blessuðu keppni. Hún ákvað að fara til Svíþjóðar og syngja. Það er hennar val og óþarfi að pönkast í henni,“ segir Bubbi á Facebook-síðu sinni. Látiði Heru í friði! Eftir að Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði að samviska hennar leyfði ekki að hún myndi fylgja laginu út í lokakeppnina, sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð, hafa átök um hugsanlega þátttöku Heru magnast. Ásdís María segist ósátt við svör forsvarsmanna Ríkisútvarpsins en framkvæmd úrslitanna hafa verið gagnrýnd: „Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís María. Menn bíða nú ákvörðunar Ríkisútvarpsins, um hvað verður en þar vísar hver á annan. Óháð rannsókn er hafin á atkvæðagreiðslunni úrslitakvöldið. Meðan kraumar umræðan á samfélagsmiðlum og er með þeim hætti að Bubba blöskrar: „Mér líkar ekki hvernig fólk kemur fram við hana á samfélagsmiðlum. Hún tók þátt af heilindum og góðri trú. Látið hana í friði,“ segir Bubbi. Bubbi ekki sá eini Meðal þeirra fyrstu til að lýsa sig hjartanlega sammála Bubba er útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson. Þá kemur skáldið, rithöfundurinn og þýðandinn Valerio Gargiulo henni jafnframt til varnar í aðsendri grein á Vísi. Þar segir að hann að síðan hún hafi sigrað Söngvakeppnina hafi verið hafin hatursherferð gegn henni. „Meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision.“ Valerio segist velta fyrir sér hvort ekki sé um að ræða öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið sé talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði en í þessu tilviki leggi margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti. „Saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af?“ Hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti Valerio segir fólk ekki átta sig á því að það sé auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps en á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem viðkomandi hafi kannski stutt áður. „(Í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti.“ Valerio segir engan eiga að verða fyrir obeldi, sérstaklega ekki vegna einhvers eins og tónlistar. Tími sé kominn til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. „Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sýna samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9. mars 2024 15:27 Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9. mars 2024 10:17 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Bubbi blandar sér í það sem hann telur óvægna umræðu um fyrirhugaða hugsanlega þátttöku Heru Bjarkar í Eurovision. Hera hafði áður kveðið skýrt á um að hún myndi taka þátt ef svo færi að hún myndi vinna keppnina. Hún vann ekki keppnina, hana sigraði Bashar Murad en hún vann einvígið. Hvernig að því var staðið hefur það verið gagnrýnt af nokkurri hörku. Og hafa meinlegar skopmyndir af Heru Björk birtst í fjölmiðlum eins og til að mynda í Heimildinni. „Hera Björk vann þessa blessuðu keppni. Hún ákvað að fara til Svíþjóðar og syngja. Það er hennar val og óþarfi að pönkast í henni,“ segir Bubbi á Facebook-síðu sinni. Látiði Heru í friði! Eftir að Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði að samviska hennar leyfði ekki að hún myndi fylgja laginu út í lokakeppnina, sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð, hafa átök um hugsanlega þátttöku Heru magnast. Ásdís María segist ósátt við svör forsvarsmanna Ríkisútvarpsins en framkvæmd úrslitanna hafa verið gagnrýnd: „Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís María. Menn bíða nú ákvörðunar Ríkisútvarpsins, um hvað verður en þar vísar hver á annan. Óháð rannsókn er hafin á atkvæðagreiðslunni úrslitakvöldið. Meðan kraumar umræðan á samfélagsmiðlum og er með þeim hætti að Bubba blöskrar: „Mér líkar ekki hvernig fólk kemur fram við hana á samfélagsmiðlum. Hún tók þátt af heilindum og góðri trú. Látið hana í friði,“ segir Bubbi. Bubbi ekki sá eini Meðal þeirra fyrstu til að lýsa sig hjartanlega sammála Bubba er útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson. Þá kemur skáldið, rithöfundurinn og þýðandinn Valerio Gargiulo henni jafnframt til varnar í aðsendri grein á Vísi. Þar segir að hann að síðan hún hafi sigrað Söngvakeppnina hafi verið hafin hatursherferð gegn henni. „Meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision.“ Valerio segist velta fyrir sér hvort ekki sé um að ræða öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið sé talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði en í þessu tilviki leggi margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti. „Saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af?“ Hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti Valerio segir fólk ekki átta sig á því að það sé auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps en á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem viðkomandi hafi kannski stutt áður. „(Í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti.“ Valerio segir engan eiga að verða fyrir obeldi, sérstaklega ekki vegna einhvers eins og tónlistar. Tími sé kominn til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. „Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sýna samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9. mars 2024 15:27 Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9. mars 2024 10:17 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9. mars 2024 15:27
Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9. mars 2024 10:17