„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. mars 2024 12:16 Óskar Hafnfjörð Gunnarsson (t.v.), formaður MATVÍS, segir meðferð Davíðs Viðarssonar á starfsfólki sínu hafa verið skelfilega. Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. Sex eru enn í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á málefnum athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Meðal þess sem Davíð er grunaður um er mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi sem tengist rekstri hans víða um borgina, til að mynda í gegnum veitingastaðina Pho Vietnam og Wokon. Skelfileg meðferð Einhverjir þeirra sem mögulega eru fórnarlömb í mansals málinu voru í stéttarfélaginu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður félagsins, segist líta alvarlegum augum á málið. „Þegar svona mál kemur upp þá skekkir þetta samkeppnisstöðuna. Sérstaklega gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru heiðarleg og eru með allt sitt á hreinu. Þetta ætti að laga og bæta stöðuna. Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki sem þarna kemur upp. Það kemur í ljós að stór hluti málsins er hluti af lögreglumáli,“ segir Óskar. Öflugt eftirlit Rannsókn málsins byrjaði að einhverju leyti eftir að MATVÍS bárust nafnlausar ábendingar um slæma stöðu starfsfólksins. Við það fór boltinn að rúlla og endaði með stóru lögregluaðgerðinni sem átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að vera með öflugt vinnustaðaeftirlit og við munum leggja mikinn þunga núna á eftirlitið. Þá sérstaklega á þessum markaði til að byrja með,“ segir Óskar. Alltaf einhver skemmd epli Hann segir ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum vinnustöðum hafa fjölgað eftir að upp komst um málið. „Ég held að meginþorri sé að gera sitt besta og reyna að hafa allt á hreinu. Hvort að eitt svona stórt mál geti gefið eitthvað til kynna hvernig markaðurinn er, ég leyfi mér að efast um það. En það eru alltaf skemmd epli einhvers staðar,“ segir Óskar. Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07 Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sex eru enn í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á málefnum athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Meðal þess sem Davíð er grunaður um er mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi sem tengist rekstri hans víða um borgina, til að mynda í gegnum veitingastaðina Pho Vietnam og Wokon. Skelfileg meðferð Einhverjir þeirra sem mögulega eru fórnarlömb í mansals málinu voru í stéttarfélaginu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður félagsins, segist líta alvarlegum augum á málið. „Þegar svona mál kemur upp þá skekkir þetta samkeppnisstöðuna. Sérstaklega gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru heiðarleg og eru með allt sitt á hreinu. Þetta ætti að laga og bæta stöðuna. Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki sem þarna kemur upp. Það kemur í ljós að stór hluti málsins er hluti af lögreglumáli,“ segir Óskar. Öflugt eftirlit Rannsókn málsins byrjaði að einhverju leyti eftir að MATVÍS bárust nafnlausar ábendingar um slæma stöðu starfsfólksins. Við það fór boltinn að rúlla og endaði með stóru lögregluaðgerðinni sem átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að vera með öflugt vinnustaðaeftirlit og við munum leggja mikinn þunga núna á eftirlitið. Þá sérstaklega á þessum markaði til að byrja með,“ segir Óskar. Alltaf einhver skemmd epli Hann segir ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum vinnustöðum hafa fjölgað eftir að upp komst um málið. „Ég held að meginþorri sé að gera sitt besta og reyna að hafa allt á hreinu. Hvort að eitt svona stórt mál geti gefið eitthvað til kynna hvernig markaðurinn er, ég leyfi mér að efast um það. En það eru alltaf skemmd epli einhvers staðar,“ segir Óskar.
Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07 Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07
Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01
Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28