Segir annað fólk verst fyrir taugakerfið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. mars 2024 17:01 Ragga nagli er þekkt fyrir hreinskilna pistla um heilsu og lífsstíl. Úr einkasafni Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir samskipti okkar við annað fólk hafa áhrif á taugakerfið, á jákvæðan og neikvæðan hátt. Ragga deilir reglulega hreinskilnum pistlum á samfélagsmiðlum um heilsu og lífstíl. Að sögn Röggu er mikilvægt að rækta sambönd sem hafa róandi áhrif á taugakerfið í stað þeirra sem ýta undir streitu, ótta og kvíða. Sultuslök eða tilbúin í baráttu? „Það allra besta fyrir taugakerfið okkar er annað fólk. En samtímis er annað fólk það allra versta fyrir taugakerfið. Því við getum annaðhvort eytt tíma með fólki og sósað okkur uppúr og niðurúr í vellíðunarhormónum af serótónín, dópamíni og oxýtócini. Erum sultuslök og glöð eins og sprengsaddur hvítvoðungur eftir brjóstagjöf. Upplifum ást, samþykki, samkennd og finnumst við vera og gera alveg nóg,“ segir Ragga í færslu á Facebook og heldur áfram: „Eða við getum átt sambönd og samskipti sem marinera okkur í kortisóli, adrenalíni og noradrenalíni, tætt og tjásuð í streitukerfinu. Stöðugt í varnarham með alla vöðva grjótspennta tilbúin í baráttu, og taugarnar þandar í ótta og kvíða.“ Lokaðu á neikvæð sambönd Ragga segir mikilvægt að einblína á sambönd sem næra okkur á jákvæðan og uppbyggilegan máta og loka á þau sem draga úr okkur. „Sía út fólk sem mergsýgur batteríið okkar og vanvirða mörkin okkar ítrekað. Eru á sjálfshátíð í hvert skipti sem þið hittist og spyrja ekkert út í þína hagi. Eyða miklum tíma með fólki sem nærir og gefur orku, hlustar af athygli, veitir ráðleggingar ef við biðjum um það og tékkar reglulega á hvernig við höfum það,“ segir Ragga. „Samböndin okkar geta annað hvort sett taugakerfið lóðrétt á felguna föst í spennitreyju, eða vafið því í dúnmjúka sæng með heitt kakó á kantinum og Kenny G á fóninum. Þess vegna þurfum við að velja af kostgæfni hverjum við eyðum tíma með svo taugakerfið okkar sé í meira stuði en miðaldra saumaklúbbshópur á sjöunda búbbluglasi í sumarbústaðaferð.“ Heilsa Tengdar fréttir Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. 19. janúar 2024 16:57 Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Að sögn Röggu er mikilvægt að rækta sambönd sem hafa róandi áhrif á taugakerfið í stað þeirra sem ýta undir streitu, ótta og kvíða. Sultuslök eða tilbúin í baráttu? „Það allra besta fyrir taugakerfið okkar er annað fólk. En samtímis er annað fólk það allra versta fyrir taugakerfið. Því við getum annaðhvort eytt tíma með fólki og sósað okkur uppúr og niðurúr í vellíðunarhormónum af serótónín, dópamíni og oxýtócini. Erum sultuslök og glöð eins og sprengsaddur hvítvoðungur eftir brjóstagjöf. Upplifum ást, samþykki, samkennd og finnumst við vera og gera alveg nóg,“ segir Ragga í færslu á Facebook og heldur áfram: „Eða við getum átt sambönd og samskipti sem marinera okkur í kortisóli, adrenalíni og noradrenalíni, tætt og tjásuð í streitukerfinu. Stöðugt í varnarham með alla vöðva grjótspennta tilbúin í baráttu, og taugarnar þandar í ótta og kvíða.“ Lokaðu á neikvæð sambönd Ragga segir mikilvægt að einblína á sambönd sem næra okkur á jákvæðan og uppbyggilegan máta og loka á þau sem draga úr okkur. „Sía út fólk sem mergsýgur batteríið okkar og vanvirða mörkin okkar ítrekað. Eru á sjálfshátíð í hvert skipti sem þið hittist og spyrja ekkert út í þína hagi. Eyða miklum tíma með fólki sem nærir og gefur orku, hlustar af athygli, veitir ráðleggingar ef við biðjum um það og tékkar reglulega á hvernig við höfum það,“ segir Ragga. „Samböndin okkar geta annað hvort sett taugakerfið lóðrétt á felguna föst í spennitreyju, eða vafið því í dúnmjúka sæng með heitt kakó á kantinum og Kenny G á fóninum. Þess vegna þurfum við að velja af kostgæfni hverjum við eyðum tíma með svo taugakerfið okkar sé í meira stuði en miðaldra saumaklúbbshópur á sjöunda búbbluglasi í sumarbústaðaferð.“
Heilsa Tengdar fréttir Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. 19. janúar 2024 16:57 Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. 19. janúar 2024 16:57
Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02