Lífið

Hús Ingu Lindar það dýrasta sem selst hefur á Ís­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Inga Lind Karlsdóttir seldi hús sitt á dögunum.
Inga Lind Karlsdóttir seldi hús sitt á dögunum.

Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og einn eigenda Skot productions, seldi 760 fermetra einbýlishús sitt að Mávanesi 17 í Garðabæ á 850 milljónir króna. Um er að ræða dýrasta einbýlishús sem selst hefur hér á landi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins. Eins og Vísir hefur greint frá keypti Hannes Hilmarsson, einn af stærstu eigendum Air Atlanta og eiginkona hans Guðrún Þráinsdóttir húsið af Ingu Lind.

Gildandi fasteignamat hússins nemur 430,25 milljónum króna. Húsið er teiknað af arkitektastofunni Gláma Kím. Það var byggt árið 2012. Það er við sjávarsíðu Arnarnessins í Garðabænum og snýr í suður. Þar er óhindrað útsýni út á haf og það prýða stórir gluggar, líkt og kom fram á vef arkitektastofunnar.

„Efri hæð hússins er skipulögð í kringum ljósagarð. Þar eru svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og fjölskylduherbergi raðað saman. Í vestur frá eldhúsinu er stór borðstofa og formleg stofa. Stór arinn skiptir rýmum upp. Við aðra hlið arinsins er opið stigarými sem tengir efri og neðri hæðina sama,“ segir á vefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.