Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 20:24 Kristján Már fór yfir spá tveggja jarðvísindamanna sem hafa reiknað út að ef kvikuinnflæði fylgir línulegri þróun þá ljúki umbrotunum við Grindavík síðsumars. Stöð 2 Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira