Newcastle lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Guardiola Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 19:36 Phil Foden átti náðugan eftirmiðdag líkt og aðrir leikmenn Manchester City. Vísir/Getty Manchester City er komið í undanúrslit FA-bikarsins í knattspyrnu eftir þægilegan 2-0 sigur á Newcastle á heimavelli í dag. Leiksins í dag var boðið með töluverðri eftirvæntingu enda City ríkjandi bikarmeistarar og Newcastle með sterkt lið sem vel getur velgt liði City undir uggum á góðum degi. Sá dagur var hins vegar ekki í dag. Bernardo Silva kom City yfir á 13. mínútu þegar skot hans fór af Dan Burn og í boga yfir Martin Dubravka í marki Newcastle sem gat lítið gert. Á 31. mínútu komst City síðan í 2-0 þegar Silva skaut að marki en Sven Botman stýrði boltanum í eigið net með höfðinu. Staðan orðin 2-0 og Newcastle í tómum vandræðum. Gestirnir gerðu sig sjaldan sem aldrei líklega til að minnka muninn eftir þetta. Þeir komust nokkrum sinnum í ágætar stöður en ekki meira en það. City sigldi sigrinum þægilega í höfn og er því komið í undanúrslit FA-bikarsins í enn eitt skiptið. Á morgun fara fram seinni tveir leikir 8-liða úrslitanna en Coventry tryggði sér sæti í undanúrslitum í dag með ótrúlegum endurkomusigri gegn úrvalsdeildarliði Wolves. Chelsea tekur á móti Leicester klukkan 12:45 og stórleikur Manchester United og Everton hefst klukkan 15:30. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Coventry fyrst í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu B-deildarlið Coventry varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar er liðið vann 2-3 endurkomusigur gegn úrvalsdeildarliði Wolves. 16. mars 2024 14:18
Manchester City er komið í undanúrslit FA-bikarsins í knattspyrnu eftir þægilegan 2-0 sigur á Newcastle á heimavelli í dag. Leiksins í dag var boðið með töluverðri eftirvæntingu enda City ríkjandi bikarmeistarar og Newcastle með sterkt lið sem vel getur velgt liði City undir uggum á góðum degi. Sá dagur var hins vegar ekki í dag. Bernardo Silva kom City yfir á 13. mínútu þegar skot hans fór af Dan Burn og í boga yfir Martin Dubravka í marki Newcastle sem gat lítið gert. Á 31. mínútu komst City síðan í 2-0 þegar Silva skaut að marki en Sven Botman stýrði boltanum í eigið net með höfðinu. Staðan orðin 2-0 og Newcastle í tómum vandræðum. Gestirnir gerðu sig sjaldan sem aldrei líklega til að minnka muninn eftir þetta. Þeir komust nokkrum sinnum í ágætar stöður en ekki meira en það. City sigldi sigrinum þægilega í höfn og er því komið í undanúrslit FA-bikarsins í enn eitt skiptið. Á morgun fara fram seinni tveir leikir 8-liða úrslitanna en Coventry tryggði sér sæti í undanúrslitum í dag með ótrúlegum endurkomusigri gegn úrvalsdeildarliði Wolves. Chelsea tekur á móti Leicester klukkan 12:45 og stórleikur Manchester United og Everton hefst klukkan 15:30. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Coventry fyrst í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu B-deildarlið Coventry varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar er liðið vann 2-3 endurkomusigur gegn úrvalsdeildarliði Wolves. 16. mars 2024 14:18
Coventry fyrst í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu B-deildarlið Coventry varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar er liðið vann 2-3 endurkomusigur gegn úrvalsdeildarliði Wolves. 16. mars 2024 14:18
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti