Sóttu sigur í uppbótartíma gegn tíu mönnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 14:48 Carney Chukwuemeka fór langt með að tryggja sigurinn þegar hann kom Chelsea aftur yfir í uppbótartíma Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Chelsea vann dramatískan 4-2 sigur á Leicester í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Leicester jafnaði leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en misstu svo mann af velli og tókst ekki að halda út. Marc Cucurella tók forystuna fyrir heimamenn strax á 13. mínútu leiksins. Nicolas Jackson skóp markið með snilli sinni þegar hann komst framhjá Janik Vestergaard og lagði boltann út á Cucurella sem kom honum í netið. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks tvöfaldaði Cole Palmer svo forystuna. Líkt og Cucurella fékk Palmer auðvelt færi til að klára, í þetta sinn var það eftir góðan undirbúning Raheem Sterling. Leicester minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik eftir furðuleg mistök hjá Alex Disasi, varnarmanni Chelsea, hann var með boltann á eigin vallarhelmingi og ætlaði að senda til baka á markvörðinn en fékk mann í bakið, hitti boltann illa og þrusaði honum bara í eigið net. https://twitter.com/brfootball/status/1769365965849162214 Stefan Mavididi skoraði svo glæsilegt mark og jafnaði metin fyrir Leicester á 62. mínútu. Þar fíflaði hann Malo Gusto, bakvörð Chelsea, og smurði boltanum fallega í fjærhornið. Áfram hélt fjörið í leiknum þegar Nicolas Jackson slapp einn í gegn á 70. mínútu og brotið var á honum. Upphaflega var vítaspyrna dæmd og gult spjald gefið Callum Doyle, varnarmanni Leicester, þeim dómi var svo breytt í aukaspyrnu og rautt spjald þegar málið var skoðað nánar á myndbandi. Leicester tókst ekki að halda út manni færri. Carney Chukwuemeka kom Chelsea aftur yfir á 92. mínútu eftir frábæra hælsendingu inn fyrir frá Cole Palmer. Chukwunonso Madueke stráði svo salti í sár gestanna með glæsimarki á lokamínútu uppbótartíma. Dansaði framhjá varnarmönnum og skrúfaði boltann í vinkilinn. Fleiri urðu mörkin ekki í þessum dramatíska leik, lokaniðurstaða 4-2 á Brúnni og Chelsea er komið áfram í undanúrslit FA bikarsins. Fótbolti Enski boltinn
Chelsea vann dramatískan 4-2 sigur á Leicester í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Leicester jafnaði leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en misstu svo mann af velli og tókst ekki að halda út. Marc Cucurella tók forystuna fyrir heimamenn strax á 13. mínútu leiksins. Nicolas Jackson skóp markið með snilli sinni þegar hann komst framhjá Janik Vestergaard og lagði boltann út á Cucurella sem kom honum í netið. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks tvöfaldaði Cole Palmer svo forystuna. Líkt og Cucurella fékk Palmer auðvelt færi til að klára, í þetta sinn var það eftir góðan undirbúning Raheem Sterling. Leicester minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik eftir furðuleg mistök hjá Alex Disasi, varnarmanni Chelsea, hann var með boltann á eigin vallarhelmingi og ætlaði að senda til baka á markvörðinn en fékk mann í bakið, hitti boltann illa og þrusaði honum bara í eigið net. https://twitter.com/brfootball/status/1769365965849162214 Stefan Mavididi skoraði svo glæsilegt mark og jafnaði metin fyrir Leicester á 62. mínútu. Þar fíflaði hann Malo Gusto, bakvörð Chelsea, og smurði boltanum fallega í fjærhornið. Áfram hélt fjörið í leiknum þegar Nicolas Jackson slapp einn í gegn á 70. mínútu og brotið var á honum. Upphaflega var vítaspyrna dæmd og gult spjald gefið Callum Doyle, varnarmanni Leicester, þeim dómi var svo breytt í aukaspyrnu og rautt spjald þegar málið var skoðað nánar á myndbandi. Leicester tókst ekki að halda út manni færri. Carney Chukwuemeka kom Chelsea aftur yfir á 92. mínútu eftir frábæra hælsendingu inn fyrir frá Cole Palmer. Chukwunonso Madueke stráði svo salti í sár gestanna með glæsimarki á lokamínútu uppbótartíma. Dansaði framhjá varnarmönnum og skrúfaði boltann í vinkilinn. Fleiri urðu mörkin ekki í þessum dramatíska leik, lokaniðurstaða 4-2 á Brúnni og Chelsea er komið áfram í undanúrslit FA bikarsins.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti