Áhöfn seglskútu lýsti yfir neyðarástandi í hvassviðri Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 19:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til baka þegar ljóst var að neyðarástand var afstaðið. Vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á fjórða tímanum í dag þegar áhöfn seglskútu tilkynnti að hún væri stjórnvana skammt undan Straumnesi á Vestfjörðum. Fjórir voru um borð í skútunni og voru slæmar aðstæður á vettvangi vegna hvassviðris og sjólags, að sögð Landhelgisgæslunnar. Skútan hafði verið í togi hjá öðrum báti en dráttartaugin slitnaði vegna slæms sjólags og tókst ekki að tengja dráttartaugina á milli skipanna aftur. Áhöfn skútunnar dró þá upp segl og reyndi að sigla í skjól en þá gaf stýri skútunnar sig og varð hún því stjórnvana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni en skútan var þá um eina sjómílu norður af Straumnesi. Einnig var óskað eftir aðstoð nálægra skipa og báta en á vettvangi var hvöss norðaustanátt. Þar sem straumur féll á móti vindi var kröpp alda og aðstæður erfiðar. Skútuna rak til suðvesturs en ekki að landi. Að sögn Landhelgisgæslunnar tókst áhöfn skútunnar að setja út neyðarstýri og gat því siglt skútunni undir seglum inn á Aðalvík í skjól. Um svipað leyti hafi fiskeldisþjónustuskipið Fosnakongen og björgunarskipið Gísli Jóns komið á vettvang en ekki verið þörf á aðstoð þeirra þegar þarna var komið. Þyrlu Gæslunnar var þá snúið við þegar ljóst var að hættuástand var yfirstaðið. Til stendur að sigla skútunni undir seglum inn fyrir Rit þar sem dráttartaug verður tengd að nýju við dráttarskipið og munu skipin síðan halda til hafnar á Ísafirði. Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15. mars 2024 16:28 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Fjórir voru um borð í skútunni og voru slæmar aðstæður á vettvangi vegna hvassviðris og sjólags, að sögð Landhelgisgæslunnar. Skútan hafði verið í togi hjá öðrum báti en dráttartaugin slitnaði vegna slæms sjólags og tókst ekki að tengja dráttartaugina á milli skipanna aftur. Áhöfn skútunnar dró þá upp segl og reyndi að sigla í skjól en þá gaf stýri skútunnar sig og varð hún því stjórnvana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni en skútan var þá um eina sjómílu norður af Straumnesi. Einnig var óskað eftir aðstoð nálægra skipa og báta en á vettvangi var hvöss norðaustanátt. Þar sem straumur féll á móti vindi var kröpp alda og aðstæður erfiðar. Skútuna rak til suðvesturs en ekki að landi. Að sögn Landhelgisgæslunnar tókst áhöfn skútunnar að setja út neyðarstýri og gat því siglt skútunni undir seglum inn á Aðalvík í skjól. Um svipað leyti hafi fiskeldisþjónustuskipið Fosnakongen og björgunarskipið Gísli Jóns komið á vettvang en ekki verið þörf á aðstoð þeirra þegar þarna var komið. Þyrlu Gæslunnar var þá snúið við þegar ljóst var að hættuástand var yfirstaðið. Til stendur að sigla skútunni undir seglum inn fyrir Rit þar sem dráttartaug verður tengd að nýju við dráttarskipið og munu skipin síðan halda til hafnar á Ísafirði.
Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15. mars 2024 16:28 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15. mars 2024 16:28