„Erum að fara að spila á móti fótboltamönnum, ekki hermönnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 13:31 Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. KSÍ Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikið verði gegn knattspyrnumönnum en ekki hermönnum þegar Ísland og Ísrael eigast við í umspili um sæti á EM í Þýskalandi eftir fimm daga. Ísland og Írael mætast í Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Þrátt fyrir gríðarlegt mikilvægi leiksins hefur önnur hávær umræða átt sér stað vegna þeirra átaka og ástands sem ríkir á Gasasvæðinu. Åge Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti hvaða leikmenn muini taka þátt í leiknum mikilvæga og umdeilda. Þar var hann meðal annars spurður út í pólitíkina og allt sem henni tengist í kringum leikinn. „Í Skandinavíu erum við alin upp við að eiga að hafa skoðanir á hlutunum. Við erum ekki eins og kindur sem ganga um og segja ekki neitt. Við höfum skoðanir á hlutunum“ sagði Hareide. „Þetta er erfitt mál þegar við horfum á hverjir byrjuðu þetta og hugsum út í alla ísraelsku gíslana og öll börnin og allar konurnar sem lenda í sprengjuárásum á Gasa. Ef þeir frelsa alla gíslana þá hætta sprengjuárásirnar. Það er auðvelt að segja það, en þessi átök hafa gengið á í áraraðir.“ Tekur ekki afstöðu með eða á móti „Ég tek ekki neina afstöðu með Ísrael eða Palestínu því diplómatarnir geta ekki einu sinni leyst úr þessum deilum. Ég er bara knattspyrnuþjálfari og ég veit bara að mér finnst óþægilegt að fylgjast með þessu. Þetta snýst ekki um að taka afstöðu, og ég geri það ekki. Ég get ekki leyst þessi mál.“ „Ég hef áður sagt að við erum að fara að spila á móti fótboltamönnum, ekki hermönnum. Það er mjög mikilvægt. Fótbolti er íþrótt og við verðum að haga okkur eins og íþróttamenn. En við verðum líka að átta okkur á því, bæði leikmenn og þjálfarar, hvað er að gerast í heiminum í kringum okkur. Ég er hræddur við það sem er að gerast í heiminum. Ekki bara í Ísrael, Palestínu og Gasa. Þetta er út um allan heim og það er það sem veldur mér áhyggjum.“ Hann segir þó að íþróttir hafi ákveðinn sameiningarmátt og að það hafi sýnt sig í gegnum árin. „Íþróttir hafa sýnt það í gegnum árin að það er hægt að mætast friðsamlega í keppnisleik þrátt fyrir mismunandi kerfi og stöður ríkja og þjóða. Við getum spilað við þjóðir sem eru ekki lýðveldi. Við höfum ekkert á móti leikmönnunum á vellinum, en stundum þarftu að velta pólitíkinni í landinu fyrir þér og svo myndarðu þér skoðun á henni. Það hefur ekkert að gera með fólkið í viðkomandi landi. Fyrir mér er fótbolti bara fótbolti,“ sagði Hareide að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Ísland og Írael mætast í Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Þrátt fyrir gríðarlegt mikilvægi leiksins hefur önnur hávær umræða átt sér stað vegna þeirra átaka og ástands sem ríkir á Gasasvæðinu. Åge Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti hvaða leikmenn muini taka þátt í leiknum mikilvæga og umdeilda. Þar var hann meðal annars spurður út í pólitíkina og allt sem henni tengist í kringum leikinn. „Í Skandinavíu erum við alin upp við að eiga að hafa skoðanir á hlutunum. Við erum ekki eins og kindur sem ganga um og segja ekki neitt. Við höfum skoðanir á hlutunum“ sagði Hareide. „Þetta er erfitt mál þegar við horfum á hverjir byrjuðu þetta og hugsum út í alla ísraelsku gíslana og öll börnin og allar konurnar sem lenda í sprengjuárásum á Gasa. Ef þeir frelsa alla gíslana þá hætta sprengjuárásirnar. Það er auðvelt að segja það, en þessi átök hafa gengið á í áraraðir.“ Tekur ekki afstöðu með eða á móti „Ég tek ekki neina afstöðu með Ísrael eða Palestínu því diplómatarnir geta ekki einu sinni leyst úr þessum deilum. Ég er bara knattspyrnuþjálfari og ég veit bara að mér finnst óþægilegt að fylgjast með þessu. Þetta snýst ekki um að taka afstöðu, og ég geri það ekki. Ég get ekki leyst þessi mál.“ „Ég hef áður sagt að við erum að fara að spila á móti fótboltamönnum, ekki hermönnum. Það er mjög mikilvægt. Fótbolti er íþrótt og við verðum að haga okkur eins og íþróttamenn. En við verðum líka að átta okkur á því, bæði leikmenn og þjálfarar, hvað er að gerast í heiminum í kringum okkur. Ég er hræddur við það sem er að gerast í heiminum. Ekki bara í Ísrael, Palestínu og Gasa. Þetta er út um allan heim og það er það sem veldur mér áhyggjum.“ Hann segir þó að íþróttir hafi ákveðinn sameiningarmátt og að það hafi sýnt sig í gegnum árin. „Íþróttir hafa sýnt það í gegnum árin að það er hægt að mætast friðsamlega í keppnisleik þrátt fyrir mismunandi kerfi og stöður ríkja og þjóða. Við getum spilað við þjóðir sem eru ekki lýðveldi. Við höfum ekkert á móti leikmönnunum á vellinum, en stundum þarftu að velta pólitíkinni í landinu fyrir þér og svo myndarðu þér skoðun á henni. Það hefur ekkert að gera með fólkið í viðkomandi landi. Fyrir mér er fótbolti bara fótbolti,“ sagði Hareide að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti