Kveðst skítsama um skoðun Hareide Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 13:00 Alon Hazan hefur stýrt landsliði Ísraels síðustu tvö ár. Hann er 56 ára og lék á sínum tíma 72 landsleiki fyrir Ísrael. Getty/Francesco Scaccianoce Alon Hazan, landsliðsþjálfari Ísraels, segir það misskilning margra að íslenska landsliðið sé á niðurleið. Það sé ekki rétt. Hann kveðst láta skoðanir Åge Hareide landsliðsþjálfara Íslands, varðandi stríðið á Gasa, sem vind um eyru þjóta. Hazan valdi fyrir helgi landsliðshóp sinn fyrir leikinn við Ísland næsta fimmtudag, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Búdapest vegna stríðsins á Gasa en gagnrýnt hefur verið að UEFA og FIFA skuli leyfa Ísrael að spila, á meðan á stríðinu stendur. Vísir spurði Hareide um hvernig honum þætti að mæta Ísrael, í viðtali í byrjun þessa mánaðar, og ummæli hans þar hafa farið afar illa í Ísraelsmenn miðað við þarlenda fréttamiðla og athugasemdir í kommentakerfum. Miðillinn útbreiddi Israel Hayom sagði í fyrirsögn að Hareide hefði tekið afstöðu með Palestínu. Hareide sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann vildi ekki taka neina afstöðu í stríðinu á Gasa, og að hans ósk væri að friður ríkti og að leikurinn gæti farið fram í Ísrael. Honum þætti staðan óþægileg, en að Ísland væri að fara að spila við fótboltamenn en ekki hermenn. „Hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði“ „Ég las og heyrði þetta. Ég hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði. Ég þarf ekki að sýna þessum fullyrðingum áhuga. Mér er sama,“ sagði Hazan þegar hann var spurður út í ummæli Hareide á blaðamannafundi, samkvæmt miðlinum Israel Hayom. Hazan var einnig spurður út í þá staðreynd að Ísland væri alls ekki sama lið og þegar það komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og inn á HM 2018. „Ísland er blekkjandi lið. Það er tilfinning margra að liðið sé á niðurleið en það er ekki satt. Þeir eru með leikmenn í sterkum deildum í Evrópu og þetta er mjög líkamlega sterkt lið,“ sagði Hazan. Markvörður Bayern datt út Ísraelska liðið kemur saman í Búdapest í dag, rétt eins og það íslenska. Ísraelar þurfa að spjara sig án Tottenham-mannsins Manor Solomon sem ekki náði að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn. Stærstu stjörnur þeirra eru Eran Zahavi, framerhji Maccabi Tel Aviv, og Oscar Gloukh, 19 ára sókndjarfur miðjumaður RB Salzburg. Zahafi hefur skorað 34 mörk í 73 landsleikjum og Gloukh hefur verið orðaður við ensk stórlið á borð við Manchester United, Arsenal og Liverpool. Ein breyting var gerð á liðinu í dag því markvörðurinn Daniel Peretz, sem er á mála hjá Bayern München, varð að draga sig úr hópnum og inn í hans stað kom Gad Amos. Aldrei stóð þó til að Peretz myndi byrja leikinn gegn Íslandi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30 Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01 Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30 Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Hazan valdi fyrir helgi landsliðshóp sinn fyrir leikinn við Ísland næsta fimmtudag, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Búdapest vegna stríðsins á Gasa en gagnrýnt hefur verið að UEFA og FIFA skuli leyfa Ísrael að spila, á meðan á stríðinu stendur. Vísir spurði Hareide um hvernig honum þætti að mæta Ísrael, í viðtali í byrjun þessa mánaðar, og ummæli hans þar hafa farið afar illa í Ísraelsmenn miðað við þarlenda fréttamiðla og athugasemdir í kommentakerfum. Miðillinn útbreiddi Israel Hayom sagði í fyrirsögn að Hareide hefði tekið afstöðu með Palestínu. Hareide sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann vildi ekki taka neina afstöðu í stríðinu á Gasa, og að hans ósk væri að friður ríkti og að leikurinn gæti farið fram í Ísrael. Honum þætti staðan óþægileg, en að Ísland væri að fara að spila við fótboltamenn en ekki hermenn. „Hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði“ „Ég las og heyrði þetta. Ég hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði. Ég þarf ekki að sýna þessum fullyrðingum áhuga. Mér er sama,“ sagði Hazan þegar hann var spurður út í ummæli Hareide á blaðamannafundi, samkvæmt miðlinum Israel Hayom. Hazan var einnig spurður út í þá staðreynd að Ísland væri alls ekki sama lið og þegar það komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og inn á HM 2018. „Ísland er blekkjandi lið. Það er tilfinning margra að liðið sé á niðurleið en það er ekki satt. Þeir eru með leikmenn í sterkum deildum í Evrópu og þetta er mjög líkamlega sterkt lið,“ sagði Hazan. Markvörður Bayern datt út Ísraelska liðið kemur saman í Búdapest í dag, rétt eins og það íslenska. Ísraelar þurfa að spjara sig án Tottenham-mannsins Manor Solomon sem ekki náði að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn. Stærstu stjörnur þeirra eru Eran Zahavi, framerhji Maccabi Tel Aviv, og Oscar Gloukh, 19 ára sókndjarfur miðjumaður RB Salzburg. Zahafi hefur skorað 34 mörk í 73 landsleikjum og Gloukh hefur verið orðaður við ensk stórlið á borð við Manchester United, Arsenal og Liverpool. Ein breyting var gerð á liðinu í dag því markvörðurinn Daniel Peretz, sem er á mála hjá Bayern München, varð að draga sig úr hópnum og inn í hans stað kom Gad Amos. Aldrei stóð þó til að Peretz myndi byrja leikinn gegn Íslandi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30 Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01 Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30 Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30
Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01
Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30
Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01