Dreymir um hitalagnir og höll Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 14:01 Baldur Sigurðsson og Davíð Smári Lamude fóru yfir vallarmál Vestramanna í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Vallarmál Vestramanna hafa verið nokkuð í umræðunni í vetur og óvíst er hvort þeir geti spilað á nýjum heimavelli í næsta mánuði, þegar keppni í Bestu deildinni hefst. Þjálfarinn Davíð Smári Lamude fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Fyrstu tveir leikir nýliðanna eru á útivelli, gegn Fram 7. apríl og við Breiðablik 13. apríl, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður 20. apríl, gegn KA á Kerecisvellinum. Myndu reyna að skipta við hin liðin Til þess þurfa veðurguðirnir hins vegar að vera afar hliðhollir Vestfirðingum, því bíða þarf eftir þíðu til að leggja gervigras á völlinn sem áður var með náttúrulegt gras. En hvað ef það tekst ekki í tæka tíð? „Þá verðum við að reyna að færa þessa fyrstu heimaleiki, svissa við hin liðin,“ segir Davíð Smári. Baldur var með á æfingu á æfingavelli Vestra, þar sem nýtt gervigras var lagt í október í fyrra. Frost í jörðu hafði hins vegar áhrif á gæði æfingarinnar, líkt og í allan vetur, og draumur Davíðs Smára er að fá hitalagnir undir nýja völlinn. Klippa: LUÍH - Baldur fékk að kynnast völlunum á Ísafirði Algjört lykilatriði að fá lagnir „Auðvitað er verið að vinna í því að bæta alla aðstöðu hérna en staðreyndin er samt sú að við erum með tvo frosna velli í staðinn fyrir einn. Það er bara staðreyndin. Auðvitað verðum við að fá lagnir undir völlinn svo það sé hægt að hita hann upp seinna meir, því það er ekki framkvæmd sem farið er í eftir á. Það er algjörlega krúsjal fyrir mér að við getum verið að byggja hérna upp starf sem er allt árið, en ekki eftir veðri og vindum,“ segir Davíð Smári. En er ekki eina leiðin að fá knattspyrnuhöll, til að geta æft allt árið um kring? „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Ég held að stærsta málið sé að fá lagnir undir þennan völl. Þú sérð að stóru félögin í Reykjavík eru svolítið mikið að fara út úr höllunum. Ég er ekki að segja að það væri ekki frábært að fá höll hérna. Það væri alveg frábært. En eitt skref í einu og ef hægt væri að fá lagnir í þennan völl þá væri það algjört lykilatriði í að reyna að búa til unga leikmenn hérna sem geta spilað fyrir meistaraflokk Vestra,“ segir Davíð Smári. Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01 Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00 Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Fyrstu tveir leikir nýliðanna eru á útivelli, gegn Fram 7. apríl og við Breiðablik 13. apríl, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður 20. apríl, gegn KA á Kerecisvellinum. Myndu reyna að skipta við hin liðin Til þess þurfa veðurguðirnir hins vegar að vera afar hliðhollir Vestfirðingum, því bíða þarf eftir þíðu til að leggja gervigras á völlinn sem áður var með náttúrulegt gras. En hvað ef það tekst ekki í tæka tíð? „Þá verðum við að reyna að færa þessa fyrstu heimaleiki, svissa við hin liðin,“ segir Davíð Smári. Baldur var með á æfingu á æfingavelli Vestra, þar sem nýtt gervigras var lagt í október í fyrra. Frost í jörðu hafði hins vegar áhrif á gæði æfingarinnar, líkt og í allan vetur, og draumur Davíðs Smára er að fá hitalagnir undir nýja völlinn. Klippa: LUÍH - Baldur fékk að kynnast völlunum á Ísafirði Algjört lykilatriði að fá lagnir „Auðvitað er verið að vinna í því að bæta alla aðstöðu hérna en staðreyndin er samt sú að við erum með tvo frosna velli í staðinn fyrir einn. Það er bara staðreyndin. Auðvitað verðum við að fá lagnir undir völlinn svo það sé hægt að hita hann upp seinna meir, því það er ekki framkvæmd sem farið er í eftir á. Það er algjörlega krúsjal fyrir mér að við getum verið að byggja hérna upp starf sem er allt árið, en ekki eftir veðri og vindum,“ segir Davíð Smári. En er ekki eina leiðin að fá knattspyrnuhöll, til að geta æft allt árið um kring? „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Ég held að stærsta málið sé að fá lagnir undir þennan völl. Þú sérð að stóru félögin í Reykjavík eru svolítið mikið að fara út úr höllunum. Ég er ekki að segja að það væri ekki frábært að fá höll hérna. Það væri alveg frábært. En eitt skref í einu og ef hægt væri að fá lagnir í þennan völl þá væri það algjört lykilatriði í að reyna að búa til unga leikmenn hérna sem geta spilað fyrir meistaraflokk Vestra,“ segir Davíð Smári. Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01 Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00 Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5. febrúar 2024 23:01
Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. 7. febrúar 2024 11:00
Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31