„Held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þann leik“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 09:34 Íslenska landsliðið gerði slæm mistök í tapinu gegn Lúxemborg ytra, í undankeppni EM. Getty/Alex Nicodim Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide er á því að Ísland hafi oft sýnt góðar frammistöður, á löngum köflum, í leikjunum í undankeppni EM í fótbolta í fyrra. Liðið hafi hins vegar gert of mörg kjánaleg mistök, og nýtt færin illa, og því endað með of fá stig. „Maður getur alltaf sagt leikmönnum að gera ekki mistök, og að nýta færin til að skora mörk. Þá er alveg öruggt að við vinnum leiki,“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi á föstudaginn. Ljóst er að Ísland þarf að forðast öll mistök í EM-umspilinu, gegn Ísrael á fimmtudaginn og vonandi í úrslitaleiknum 26. mars. Hareide tók við íslenska liðinu í fyrra og stýrði því í fyrsta sinn í leikjum við Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli í júní. Tveimur góðum leikjum Íslands, að flestra mati, sem töpuðust hins vegar báðir, 2-1 gegn Slóvakíu og 1-0 gegn Portúgal með VAR-marki Cristiano Ronaldo í blálokin. Vill helst ekki tala um útileikinn við Lúxemborg „Þegar maður skoðar þennan leik við Slóvakíu, og hvað gekk á, þá hefðum við átt að vinna þann leik. Vanalega hefðum við unnið þann leik, og gert jafntefli við Portúgal. Það hefði verið stórkostlegt. Svo völtuðum við yfir Lúxemborg í fyrri hálfleiknum í Reykjavík, en í seinni hálfleik fór þetta 1-1 eftir skot sem hefði átt að vera varið, og sem varnarmaður hefði átt að komast fyrir. Lítil mistök verða þarna að risastórum mistökum,“ segir Hareide. Klippa: Hareide vill losna við mistökin úr undankeppninni Ísland tapaði svo 3-1 á útivelli gegn Lúxemborg áður en það fékk sjö stig úr þremur heimaleikjum, og tapaði svo 4-2 á útivelli gegn Slóvakíu og 2-0 gegn Portúgal í lokaleiknum. Leikurinn við Lúxemborg ytra fékk Hareide til að halda að einhver hefði fengið sér íslenskt brennivín fyrir leik. „Ég vil ekki einu sinni tala um útileikinn gegn Lúxemborg. Er ekki drykkur á Íslandi sem heitir Svarti dauði? Ég held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þennan leik, því við gerðum svo mörg skrýtin og kjánaleg mistök í þessum leik,“ segir Hareide. Mikilvægast að leikmenn trúi að þeir geti unnið Hareide var talsvert niðri fyrir og hann hélt máli sínu áfram í nokkra stund: „En þetta er búið núna. Við verðum að hafa alveg á hreinu að maður kemst ekki nálægt sigri, í alþjóðaboltanum, ef maður gerir kjánaleg mistök. Ekki séns. Og við verðum að nýta færin. Þetta snýst um það í svona keppnum, að geta nýtt eina færið. Ég er búinn að vera í þessari íþrótt í svo langan tíma, og hef fundið hvernig mistök verða manni að falli. Fótbolti er leikur þar sem mistök ráða úrslitum. Maður getur bara beðið leikmennina um að spila samkvæmt eigin getu. Þeir eru valdir af því að ég tel þá vera nógu góða. Við verðum að byggja upp leikmenn, því ef maður er alltaf að tala við þá um mistök þá verður hausinn fullur af mistökum. Þetta snýst meira um hvernig við auðveldum þeim að koma í veg fyrir mistök. Sumir ráða við erfiðar aðstæður og aðrir ekki, en þeir hafa allt sem til þarf. Það mikilvægasta er að þeir trúi því að þeir geti þetta saman. Að þeir sjái að ef við komum í veg fyrir kjánaleg mistök og nýtum færin betur þá verða úrslitin önnur. Ef maður er nógu þrjóskur þá koma úrslitin sem maður vill, og þá eykst sjálfstraustið og sigrarnir verða fleiri.“ Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19:10. Fjallað verður ítarlega um leikinn og allt sem honum tengist á Vísi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
„Maður getur alltaf sagt leikmönnum að gera ekki mistök, og að nýta færin til að skora mörk. Þá er alveg öruggt að við vinnum leiki,“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi á föstudaginn. Ljóst er að Ísland þarf að forðast öll mistök í EM-umspilinu, gegn Ísrael á fimmtudaginn og vonandi í úrslitaleiknum 26. mars. Hareide tók við íslenska liðinu í fyrra og stýrði því í fyrsta sinn í leikjum við Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli í júní. Tveimur góðum leikjum Íslands, að flestra mati, sem töpuðust hins vegar báðir, 2-1 gegn Slóvakíu og 1-0 gegn Portúgal með VAR-marki Cristiano Ronaldo í blálokin. Vill helst ekki tala um útileikinn við Lúxemborg „Þegar maður skoðar þennan leik við Slóvakíu, og hvað gekk á, þá hefðum við átt að vinna þann leik. Vanalega hefðum við unnið þann leik, og gert jafntefli við Portúgal. Það hefði verið stórkostlegt. Svo völtuðum við yfir Lúxemborg í fyrri hálfleiknum í Reykjavík, en í seinni hálfleik fór þetta 1-1 eftir skot sem hefði átt að vera varið, og sem varnarmaður hefði átt að komast fyrir. Lítil mistök verða þarna að risastórum mistökum,“ segir Hareide. Klippa: Hareide vill losna við mistökin úr undankeppninni Ísland tapaði svo 3-1 á útivelli gegn Lúxemborg áður en það fékk sjö stig úr þremur heimaleikjum, og tapaði svo 4-2 á útivelli gegn Slóvakíu og 2-0 gegn Portúgal í lokaleiknum. Leikurinn við Lúxemborg ytra fékk Hareide til að halda að einhver hefði fengið sér íslenskt brennivín fyrir leik. „Ég vil ekki einu sinni tala um útileikinn gegn Lúxemborg. Er ekki drykkur á Íslandi sem heitir Svarti dauði? Ég held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þennan leik, því við gerðum svo mörg skrýtin og kjánaleg mistök í þessum leik,“ segir Hareide. Mikilvægast að leikmenn trúi að þeir geti unnið Hareide var talsvert niðri fyrir og hann hélt máli sínu áfram í nokkra stund: „En þetta er búið núna. Við verðum að hafa alveg á hreinu að maður kemst ekki nálægt sigri, í alþjóðaboltanum, ef maður gerir kjánaleg mistök. Ekki séns. Og við verðum að nýta færin. Þetta snýst um það í svona keppnum, að geta nýtt eina færið. Ég er búinn að vera í þessari íþrótt í svo langan tíma, og hef fundið hvernig mistök verða manni að falli. Fótbolti er leikur þar sem mistök ráða úrslitum. Maður getur bara beðið leikmennina um að spila samkvæmt eigin getu. Þeir eru valdir af því að ég tel þá vera nógu góða. Við verðum að byggja upp leikmenn, því ef maður er alltaf að tala við þá um mistök þá verður hausinn fullur af mistökum. Þetta snýst meira um hvernig við auðveldum þeim að koma í veg fyrir mistök. Sumir ráða við erfiðar aðstæður og aðrir ekki, en þeir hafa allt sem til þarf. Það mikilvægasta er að þeir trúi því að þeir geti þetta saman. Að þeir sjái að ef við komum í veg fyrir kjánaleg mistök og nýtum færin betur þá verða úrslitin önnur. Ef maður er nógu þrjóskur þá koma úrslitin sem maður vill, og þá eykst sjálfstraustið og sigrarnir verða fleiri.“ Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19:10. Fjallað verður ítarlega um leikinn og allt sem honum tengist á Vísi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira