Ólíklegt að spilað verði í Grindavík í sumar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. mars 2024 23:56 Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur VÍSIR/ARNAR Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur heimsótti bæinn í dag og sótti æfingabúnað fyrir fótboltafélagið. Hann verður fluttur yfir í Safamýri þar sem Grindavík hefur fótboltaaðstöðu í sumar. Hann telur ólíklegt að hægt verði að spila á Grindavíkurvelli í sumar. Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum. Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum.
Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53