Einn dagur í EM-umspil: Aðeins fimm voru með liðinu á síðasta EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 10:30 Arnór Ingvi Traustason, Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævvarsson fagna sigri á Englandi á EM 2016. Allir eru enn að spila en aðeins Arnór Ingvi er í landsliðinu. Getty/Federico Gambarini Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Þetta er þó mikið breytt lið frá því sem skrifaði nýjan kafla í íslensku fótboltasöguna fyrir tæpum átta síðan. Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira