Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2024 11:16 Svona var staðan á eldstöðvunum um tíuleytið í morgun. Vísir/vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38
Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53