Er stress í liði Íslands? „Öðruvísi spennustig en maður er vanur“ Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 10:01 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að halda út á völl og leika gegn Ísrael í mikilvægum undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM. Möguleiki er á því að leikurinn fari alla leið í vítaspyrnukeppni, Arnór hefur reynslu af þeim en vill helst sleppa við að halda í svoleiðis keppni í þessum leik. Klára frekar bara verkefnið áður en til þess myndi koma. „Ég get ekki beðið eftir því að halda út á völl og hefja leika,“ sagði Arnór í samtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann, aðspurður um líðanina svona skömmu fyrir leikinn mikilvæga. „Við erum búnir að bíða eftir þessari stundu lengi. Við vitum allir hversu stór leikur þetta er, hvað er undir. Full einbeiting á þetta verkefni.“ Klippa: Arnór Sig: Öðruvísi en maður er vanur Finnurðu fyrir einhverju stressi í hópnum? „Maður er meira bara spenntur fyrir þessu. Auðvitað finnur maður fyrir einhverju stressi á leikdegi fyrir leik en þetta er ekki fyrsti fótboltaleikurinn sem maður spilar. En að sjálfsögðu er þetta öðruvísi spennustig heldur en maður vanur.“ Arnór býst við lokuðum leik, til að byrja með hið minnsta. „Þegar að það er svona mikið undir þá byrjar þetta kannski svona lokað. Liðin að þreifa á hvort öðru, hvar opnanirnar eru. Við þurfum bara að fara inn í þetta fullir sjálfstrausts. Trúa á það sem að við höfum verið að gera, byggja ofan á það.“ Sá möguleiki er fyrir hendi að leikurinn fari í framlengingu, jafnvel alla leið í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er undirbúið fyrir þá sviðsmynd. „Já já. Við erum alveg klárir í það og höfum undirbúið það.“ Ekki er ýkja langt síðan að Arnór tók sjálfur þátt í vítaspyrnukeppni með félagsliði sínu Blackburn Rovers í enska bikarnum gegn Newcastle United. Þar skoraði Arnór úr sinni vítaspyrnu en Blackburn laut þó í lægra haldi. „Það er alltaf auka stress og stemning sem að fylgir með vítaspyrnukeppni. Við vonandi sleppum við það gegn Ísrael.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
„Ég get ekki beðið eftir því að halda út á völl og hefja leika,“ sagði Arnór í samtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann, aðspurður um líðanina svona skömmu fyrir leikinn mikilvæga. „Við erum búnir að bíða eftir þessari stundu lengi. Við vitum allir hversu stór leikur þetta er, hvað er undir. Full einbeiting á þetta verkefni.“ Klippa: Arnór Sig: Öðruvísi en maður er vanur Finnurðu fyrir einhverju stressi í hópnum? „Maður er meira bara spenntur fyrir þessu. Auðvitað finnur maður fyrir einhverju stressi á leikdegi fyrir leik en þetta er ekki fyrsti fótboltaleikurinn sem maður spilar. En að sjálfsögðu er þetta öðruvísi spennustig heldur en maður vanur.“ Arnór býst við lokuðum leik, til að byrja með hið minnsta. „Þegar að það er svona mikið undir þá byrjar þetta kannski svona lokað. Liðin að þreifa á hvort öðru, hvar opnanirnar eru. Við þurfum bara að fara inn í þetta fullir sjálfstrausts. Trúa á það sem að við höfum verið að gera, byggja ofan á það.“ Sá möguleiki er fyrir hendi að leikurinn fari í framlengingu, jafnvel alla leið í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er undirbúið fyrir þá sviðsmynd. „Já já. Við erum alveg klárir í það og höfum undirbúið það.“ Ekki er ýkja langt síðan að Arnór tók sjálfur þátt í vítaspyrnukeppni með félagsliði sínu Blackburn Rovers í enska bikarnum gegn Newcastle United. Þar skoraði Arnór úr sinni vítaspyrnu en Blackburn laut þó í lægra haldi. „Það er alltaf auka stress og stemning sem að fylgir með vítaspyrnukeppni. Við vonandi sleppum við það gegn Ísrael.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira