Lífið

Hitti yngsta sóknar­prest landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árni er aðeins 28 ára.
Árni er aðeins 28 ára.

Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á dögunum í Vík í Mýrdal og hitti þar yngsti sóknarprestinn á Íslandi og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

 Maður sem er aðeins 28 ára gamall. Árni Þór Þórsson er fæddur í Reykjavík 13. október 1995. Hann ólst upp í Grafarvogi og var í Foldaskóla.

Árni hóf nám við guðfræði árið 2015 og lauk þar prófi 2021. Árni þjónar sex kirkjum eða Stóradalskirkju, Álfshólsskálakirkju og Eyvindarhólakirkju sem eru allar undir Eyjafjöllum. Svo er það Skeiðflatarkirkja og Reyniskirkja og Mýrdalskirkja. Sóknarbörnin eru um eitt þúsund.

„Ég er búinn að vera hérna í tæp tvö ár og ég er enn þá að setja saman nöfn og andlit. Maður vill ekki vera dónalegur og vill reyna muna öll nöfnin á sóknarbörnunum sínum,“ segir Árni og heldur áfram.

„Amma mín var mjög trúið og móðir mín er það líka. Þannig að ég fékk mjög kristið uppeldi. Ég hafði alltaf áhuga á biblíunni og trúarbrögðum og ég var alltaf trúaður krakki,“ segir Árni en hér að neðan má sjá brot úr síðasta innslagi.

Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskrefi Stöðvar 2.

Klippa: Magnús Hlynur hitti yngsta sóknarprest landsins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.