Slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn að TikTok og Universal náðu ekki saman

Fari svo að Bandaríkin loki á TikTok myndi það hafa mikil áhrif á upplifun íslenskra notenda því uppistaðan af efni sem við horfum á kemur frá bandarískum áhrifavöldum. Slit á samstarfi samfélagsmiðilsins við tónlistarútgáfuna Universal Music eru slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn, segir framkvæmdastjóri og stofnandi OverTune.