Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 19:38 Hraunið hefur náð Melhólsnámu. Vísir/Vilhelm Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Þetta staðfestir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Hann segir bagalegt að missa námuna en efni sé þó til staðar til að hækka varnargarðana. Greint var frá því í dag að ákveðið hefði verið að hækka varnargarðana norðaustan við Grindavík. Ari segir að viðbúið hafi verið að hraunið næði að renna ofan í námuna, fram hjá varnargörðum sem reistir höfðu verið við hana. Undanfarna daga hafi verið unnið að því að moka efni upp úr námunni til notkunar við byggingu varnargarða. Um hádegisbilið í dag hafi verið ákveðið að fjarlægja allar vinnuvélar úr námunni. Streymir frá námunni Ísak Finnbogason, drónamyndatökumaður, er á svæðinu og streymir myndefni úr dróna af hrauninu flæða ofan í námuna. Streymið má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt að er spóla til baka og sjá hraunið brjóta sér leið ofan í námuna. Það gerðist klukkan 19:00. Unnið hörðum höndum að því að hækka garðana Ari segir að unnið sé að því að undirbúa hækkun varnargarðana. Verið sé að ýta saman efni og leggja vegi til þess að geta hafist handa við sjálfa hækkunina. Hann segir þó ekki öruggt að unnt verði að hækka garðana í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir garðana. „Það vitum við náttúrulega aldrei, en það er þess virði að taka afstöðu núna og hækka garðana til þess að gera það sem hægt er. En það er óvíst hvernig framgangurinn er og hversu mikið flæði kemur og hvenær það kemur að okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Þetta staðfestir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Hann segir bagalegt að missa námuna en efni sé þó til staðar til að hækka varnargarðana. Greint var frá því í dag að ákveðið hefði verið að hækka varnargarðana norðaustan við Grindavík. Ari segir að viðbúið hafi verið að hraunið næði að renna ofan í námuna, fram hjá varnargörðum sem reistir höfðu verið við hana. Undanfarna daga hafi verið unnið að því að moka efni upp úr námunni til notkunar við byggingu varnargarða. Um hádegisbilið í dag hafi verið ákveðið að fjarlægja allar vinnuvélar úr námunni. Streymir frá námunni Ísak Finnbogason, drónamyndatökumaður, er á svæðinu og streymir myndefni úr dróna af hrauninu flæða ofan í námuna. Streymið má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt að er spóla til baka og sjá hraunið brjóta sér leið ofan í námuna. Það gerðist klukkan 19:00. Unnið hörðum höndum að því að hækka garðana Ari segir að unnið sé að því að undirbúa hækkun varnargarðana. Verið sé að ýta saman efni og leggja vegi til þess að geta hafist handa við sjálfa hækkunina. Hann segir þó ekki öruggt að unnt verði að hækka garðana í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir garðana. „Það vitum við náttúrulega aldrei, en það er þess virði að taka afstöðu núna og hækka garðana til þess að gera það sem hægt er. En það er óvíst hvernig framgangurinn er og hversu mikið flæði kemur og hvenær það kemur að okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira