Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2024 20:42 Albert fagnar í kvöld. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira