„Maður vinnur sér inn heppni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 22:42 Age Hareide á hliðarlínunni í leik kvöldsins. (AP Photo/Darko Vojinovic) Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. „Ég er mjög ánægður. Mér fannst strákarnir gera vel og þeir lögðu hart að sér. Það var ekki allt gott en vinnuframlagið og hæfileikar leikmanna skinu í gegn. Það þarf að hafa heppnina með sér og maður vinnur sér inn heppni,“ sagði Åge Hareide við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann eftir leik. Åge var sérstaklega ánægður með karakterinn sem íslenska liðið sýndi. Ísrael náði forystu örskömmu eftir að Orri Steinn Óskarsson misnotaði algjöru dauðafæri. „Andinn í liðinu hefur verið góður á æfingum. Þetta er góður leikmannahópur sem stendur saman. Þeir settu höfuðin ekki niður heldur héldu áfram að vinna eftir færið hjá Orra og síðan vítið sem við fengum á okkur. Þá var allt á móti okkur en þeir breyttu því og það var mjög vel gert. Þetta er gott fyrir liðið og stemmninguna í hópnum.“ Þá hrósaði Hardeide Alberti Guðmundssyni sem skoraði þrennu í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur Íslands. „Hann var frábær. Ég hef séð alla leiki hans hjá Genoa þar sem hann gefur gert mjög vel. Ég vissi að hann yrði mjög mikilvægur fyrir okkur ef hann gæti spilað, það var spurningin. Við erum mjög góðir að hann gæti spilað með okkur og vonum að allt falli með okkur í næsta leik gegn Bosníu,“ sagði Hareide að lokum en var þó snarlega leiðréttur af Stefáni Árna enda vann Úkraína sigur á Bosníu í kvöld með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Klippa: Hareide hress Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Mér fannst strákarnir gera vel og þeir lögðu hart að sér. Það var ekki allt gott en vinnuframlagið og hæfileikar leikmanna skinu í gegn. Það þarf að hafa heppnina með sér og maður vinnur sér inn heppni,“ sagði Åge Hareide við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann eftir leik. Åge var sérstaklega ánægður með karakterinn sem íslenska liðið sýndi. Ísrael náði forystu örskömmu eftir að Orri Steinn Óskarsson misnotaði algjöru dauðafæri. „Andinn í liðinu hefur verið góður á æfingum. Þetta er góður leikmannahópur sem stendur saman. Þeir settu höfuðin ekki niður heldur héldu áfram að vinna eftir færið hjá Orra og síðan vítið sem við fengum á okkur. Þá var allt á móti okkur en þeir breyttu því og það var mjög vel gert. Þetta er gott fyrir liðið og stemmninguna í hópnum.“ Þá hrósaði Hardeide Alberti Guðmundssyni sem skoraði þrennu í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur Íslands. „Hann var frábær. Ég hef séð alla leiki hans hjá Genoa þar sem hann gefur gert mjög vel. Ég vissi að hann yrði mjög mikilvægur fyrir okkur ef hann gæti spilað, það var spurningin. Við erum mjög góðir að hann gæti spilað með okkur og vonum að allt falli með okkur í næsta leik gegn Bosníu,“ sagði Hareide að lokum en var þó snarlega leiðréttur af Stefáni Árna enda vann Úkraína sigur á Bosníu í kvöld með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Klippa: Hareide hress Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn