„Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 17:56 Andri segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera þeim til skammar. Vísir/Samsett Andri Snær Magnason fer ófögrum orðum um Viðskiptaráð Íslands og segir starfsmenn þess „kosta 130 milljónir til að vinna gegn menningu.“ Hann segir jafnframt peningunum sem fyrirtæki borga til að reka Viðskiptaráð vera betur varið í að styrkja höfunda. Þetta segir hann í samtali við yfirhagfræðing Viðskiptaráðs Íslands á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Gunnar birti færslu á miðilinn í gær þar sem hann veltir fyrir sér áformum um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála á mann í Evrópu. Af umsögnum áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt að dæma mætti halda að línulegt samband sé milli menningarstigs ríkja og beinna niðugreiðslna ríkissjóðs til menningarmála. Ef svo er satt þá finn ég svo innilega til með Spáni, Ítalíu og Portúgal. pic.twitter.com/K77kpCDci3— Gunnar Úlfarsson (@gunnarulfars) March 22, 2024 Andri segir útreikning Gunnars beinlínis rangan en Gunnar er ósammála því. „Þarna eru gögnin eins og þau koma beint af kúnni. Ekkert land ver hærra hlutfalli opinberra útgjalda í mennningarmál, íþróttir og trúmál,“ segir Gunnar og spyr hvort „virkilega sé óhugsandi að málaflokkurinn sé vel fjármagnaður og það megi forgangsraða innan hans?“ Andri Snær segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Á bak við ykkur standa stærstu fyrirtæki landsins - finnst þeim of mikil menning eða æskulýðsstarf?“ spyr Andri Gunnar. Þið eruð 7 starfsmenn @vidskiptarad og kostið 130 milljónir til að vinna gegn menningu. Launasjóður rithöfunda er 250 milljónir og skiptist á 80 einstaklinga. Fyrirtæki landsins hefðu getað styrkt 40 höfunda sem hefðu skapað þúsundföld verðmæti á við þessar skýrslur ykkar.— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 23, 2024 Andri segir framsetningu Viðskiptaráðs á gögnunum setja íþróttir og trúmál undir menningu í viðleitni til að ýkja umfang menningar til þess eins að grafa undan sjálfstæðu listafólki. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ segir Andri í einni færslunni. Gunnar segir framsetninguna hins vegar leiðrétta fyrir verðlagsáhrifum sem dragi annars úr umfangi útgjaldanna og sýnir graf af vef EUROSTAT sem sýnir að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir. Hann segir málið vera einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“ Listamannalaun Efnahagsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Þetta segir hann í samtali við yfirhagfræðing Viðskiptaráðs Íslands á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Gunnar birti færslu á miðilinn í gær þar sem hann veltir fyrir sér áformum um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála á mann í Evrópu. Af umsögnum áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt að dæma mætti halda að línulegt samband sé milli menningarstigs ríkja og beinna niðugreiðslna ríkissjóðs til menningarmála. Ef svo er satt þá finn ég svo innilega til með Spáni, Ítalíu og Portúgal. pic.twitter.com/K77kpCDci3— Gunnar Úlfarsson (@gunnarulfars) March 22, 2024 Andri segir útreikning Gunnars beinlínis rangan en Gunnar er ósammála því. „Þarna eru gögnin eins og þau koma beint af kúnni. Ekkert land ver hærra hlutfalli opinberra útgjalda í mennningarmál, íþróttir og trúmál,“ segir Gunnar og spyr hvort „virkilega sé óhugsandi að málaflokkurinn sé vel fjármagnaður og það megi forgangsraða innan hans?“ Andri Snær segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Á bak við ykkur standa stærstu fyrirtæki landsins - finnst þeim of mikil menning eða æskulýðsstarf?“ spyr Andri Gunnar. Þið eruð 7 starfsmenn @vidskiptarad og kostið 130 milljónir til að vinna gegn menningu. Launasjóður rithöfunda er 250 milljónir og skiptist á 80 einstaklinga. Fyrirtæki landsins hefðu getað styrkt 40 höfunda sem hefðu skapað þúsundföld verðmæti á við þessar skýrslur ykkar.— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 23, 2024 Andri segir framsetningu Viðskiptaráðs á gögnunum setja íþróttir og trúmál undir menningu í viðleitni til að ýkja umfang menningar til þess eins að grafa undan sjálfstæðu listafólki. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ segir Andri í einni færslunni. Gunnar segir framsetninguna hins vegar leiðrétta fyrir verðlagsáhrifum sem dragi annars úr umfangi útgjaldanna og sýnir graf af vef EUROSTAT sem sýnir að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir. Hann segir málið vera einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“
Listamannalaun Efnahagsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira