„Bróðir Trossards“ dæmir úrslitaleik Íslands gegn Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 13:30 Clement Turpin hefur dæmt marga stórleiki og verður með flautuna þegar Ísland eða Úkraína tryggir sér sæti á EM á þriðjudaginn. Getty/Stuart MacFarlane Hinn virti, franski dómari Clément Turpin mun sjá um að dæma úrslitaleik Íslands og Úkraínu um sæti á EM karla í fótbolta, í Póllandi á þriðjudagskvöld. Hann dæmdi víti á Ísland í leik við Úkraínu haustið 2016. Turpin er 41 árs og hefur þegar dæmt leiki á fjórum stórmótum; EM 2016 og 2021, og HM 2018 og 2022, eða alls níu leiki á stórmótum. Hann dæmir í frönsku 1. deildinni og hefur einnig dæmt fjölda leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Síðast dæmdi hann leik Arsenal og Porto í Meistaradeild Evrópu, þegar fjöldi fólks grínaðist með það að hann hlyti að vera bróðir Leandro Trossard, leikmanns Arsenal, því svo líkir væru þeir. UEFA appointed Trossard s twin brother as referee for Arsenal vs Porto. This should be Investigated by European Courts! pic.twitter.com/Rp51fPe05Q— City Chief (@City_Chief) March 12, 2024 Hann dæmdi einnig til að mynda úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum, þegar Real Madrid vann Liverpool 1-0. Dæmdi víti á Arnór Ingva Turpin sá um dómgæsluna síðast þegar Úkraína átti heimaleik við Ísland, í undankeppninni fyrir HM 2018. Sá leikur fór 1-1 eftir að Alfreð Finnbogason kom Íslandi snemma yfir en Andriy Yarmolenko jafnaði metin. Turpin dæmdi vítaspyrnu á Ísland tæpum tíu mínútum fyrir leikslok, eftir brot Arnórs Ingva Traustasonar á Bohdan Butko, en Yevhen Konoplyanka skaut í stöngina úr vítinu. Hann dæmdi svo aftur leik hjá Úkraínu fyrir fimm árum, í markalausu jafntefli við Portúgal í undankeppni EM þar sem gula spjaldið fór aðeins einu sinni á loft. Turpin verður með franskt dómarateymi með sér og mun Jerome Brisard sjá um hlutverk myndbandsdómara. Leikurinn fer fram á Wroclaw-leikvanginum í samnefndri borg, á þriðjudag eins og fyrr segir, og hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Verði jafnt eftir 90 mínútur tekur við framlenging og svo mögulega vítaspyrnukeppni, þar til að annað liðið tryggir sér sæti á EM í Þýskalandi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. 24. mars 2024 11:15 „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Turpin er 41 árs og hefur þegar dæmt leiki á fjórum stórmótum; EM 2016 og 2021, og HM 2018 og 2022, eða alls níu leiki á stórmótum. Hann dæmir í frönsku 1. deildinni og hefur einnig dæmt fjölda leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Síðast dæmdi hann leik Arsenal og Porto í Meistaradeild Evrópu, þegar fjöldi fólks grínaðist með það að hann hlyti að vera bróðir Leandro Trossard, leikmanns Arsenal, því svo líkir væru þeir. UEFA appointed Trossard s twin brother as referee for Arsenal vs Porto. This should be Investigated by European Courts! pic.twitter.com/Rp51fPe05Q— City Chief (@City_Chief) March 12, 2024 Hann dæmdi einnig til að mynda úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum, þegar Real Madrid vann Liverpool 1-0. Dæmdi víti á Arnór Ingva Turpin sá um dómgæsluna síðast þegar Úkraína átti heimaleik við Ísland, í undankeppninni fyrir HM 2018. Sá leikur fór 1-1 eftir að Alfreð Finnbogason kom Íslandi snemma yfir en Andriy Yarmolenko jafnaði metin. Turpin dæmdi vítaspyrnu á Ísland tæpum tíu mínútum fyrir leikslok, eftir brot Arnórs Ingva Traustasonar á Bohdan Butko, en Yevhen Konoplyanka skaut í stöngina úr vítinu. Hann dæmdi svo aftur leik hjá Úkraínu fyrir fimm árum, í markalausu jafntefli við Portúgal í undankeppni EM þar sem gula spjaldið fór aðeins einu sinni á loft. Turpin verður með franskt dómarateymi með sér og mun Jerome Brisard sjá um hlutverk myndbandsdómara. Leikurinn fer fram á Wroclaw-leikvanginum í samnefndri borg, á þriðjudag eins og fyrr segir, og hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Verði jafnt eftir 90 mínútur tekur við framlenging og svo mögulega vítaspyrnukeppni, þar til að annað liðið tryggir sér sæti á EM í Þýskalandi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. 24. mars 2024 11:15 „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. 24. mars 2024 11:15
„Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01
„Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01
„Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00