Simon Harris nýr leiðtogi Fine Gael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 17:26 Hann hafði áður gegnt embætti heilbrigðis- og háskólamálaráðherra. AP/Nick Bradshaw Hinn 37 ára Simon Harris verður næsti leiðtogi hins írska flokks Fine Gael. Hann er því skrefinu nær því að verða yngsti forsætisráðherra, eða taoiseach eins og þeir kalla embættið á sínu gelíska máli, í sögu landsins. Hann tekur við af Leo Varadkar sem hefur farið fyrir flokknum síðan 2017 en hét því að láta af störfum um leið og arftaki hans hafði verið valinn fyrr í vikunni. Leo hafði einnig gegnt embætti taoiseach tvisvar síðustu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja. Í þakkarræðu sinni sagði Simon að það væri „mesti heiður lífs míns að leiða þennan mikla flokk, okkar mikla flokk, Fine Gael.“ Hann þakkaði flokknum sínum og þeim sem hann kusu fyrir að treysta honum fyrir verkefninu og segist ætla að endurgjalda það traust sem honum var veitt með dugnaði. „Með blóði, svita og tárum, allan liðlangan daginn, af ábyrgð og auðmýkt og kurteisi,“ segir hann og á væntanlega við um þá erfiðisvinnu sem hans bíður. Simon Harris var sá eini sem bauð sig fram í embættið og ætlar BBC að það hafi verið vegna þess hve líklegur hann væri til þess að bera sigur úr býtum í kosningunum. Hann hefur áður gegnt embætti háskólaráðherra og var talinn sigurstranglegastur jafnvel áður en opnað var fyrir tilnefningar. Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall fyrir rúmum áratugi síðar. Aðeins fimm árum síðar settist hann í ráðherrastól í fyrsta sinnið og tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2016. Það var í hans ráðherratíð sem bann við þungunarrofi var afnumið og hann sá um fyrstu viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar árið 2020. Írland Tengdar fréttir Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46 Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Hann tekur við af Leo Varadkar sem hefur farið fyrir flokknum síðan 2017 en hét því að láta af störfum um leið og arftaki hans hafði verið valinn fyrr í vikunni. Leo hafði einnig gegnt embætti taoiseach tvisvar síðustu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja. Í þakkarræðu sinni sagði Simon að það væri „mesti heiður lífs míns að leiða þennan mikla flokk, okkar mikla flokk, Fine Gael.“ Hann þakkaði flokknum sínum og þeim sem hann kusu fyrir að treysta honum fyrir verkefninu og segist ætla að endurgjalda það traust sem honum var veitt með dugnaði. „Með blóði, svita og tárum, allan liðlangan daginn, af ábyrgð og auðmýkt og kurteisi,“ segir hann og á væntanlega við um þá erfiðisvinnu sem hans bíður. Simon Harris var sá eini sem bauð sig fram í embættið og ætlar BBC að það hafi verið vegna þess hve líklegur hann væri til þess að bera sigur úr býtum í kosningunum. Hann hefur áður gegnt embætti háskólaráðherra og var talinn sigurstranglegastur jafnvel áður en opnað var fyrir tilnefningar. Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall fyrir rúmum áratugi síðar. Aðeins fimm árum síðar settist hann í ráðherrastól í fyrsta sinnið og tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2016. Það var í hans ráðherratíð sem bann við þungunarrofi var afnumið og hann sá um fyrstu viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar árið 2020.
Írland Tengdar fréttir Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46 Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46
Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32