Ríkið gefst upp á landtökutilburðum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. mars 2024 14:56 Brandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir á Syðri Fljótum í Skaftárhreppi. Ríkið hefur gefist upp á því að reyna hafa af þeim þinglýstar eignir. Einar Árnason Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið eftir eignatilkall til lands að Syðri Fljótum í Skaftárhreppi sem deilt hefur verið um í mörg ár. Bændur að Syðri Fljótum hafa staðið í stappi við ríkið í mörg ár. Þau fagna niðurstöðunni en velta fyrir sér hve langan tíma málið hefur tekið með tilheyrandi kostnaði. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að Guðbrandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir keyptu tvær jarðir, að Syðri Fljótum og Slígjum, fyrir 26 árum árið 1998. Kristín mætti í bítið á Bylgjunni í síðustu viku og ræddi málið. Þegar þau keyptu landið kom fram að fyrri eigandi hefði afsalað sér einhverjum 10-20 hekturum til ríkisins, til landgræðsluverkefna. En þessar jarðir eru sameinaðar árið 1998 og eigendur þinglýstir og allt til á pappírum hjá sýslumanni. Kristín og Brandur eru þinglýstir eigendur Syðri Fljóta. Landgræðslan eignar sér allt landið Svo atvikast það að árið 2015 kemur maður að nafni Sveinn Runólfsson frá Landgræðslunni sem segist eiga allt landið Slígjar, sem Kristín og Brandur eru þinglýstir eigendur af. Hann hefur meðferðist eitthvað landakort um eignarhald sem Kristín segir alveg fáránlegt, þau hafi svo fengið nokkur mismunandi landakort frá landgræðslunni sem eru öll mismunandi og alveg út úr kú. Verið sé að reyna hafa af þeim þinglýstar eignir. Hún segir Landgræðsluna gera tilkall til um 4000 hektara af landi sem bændurnir eiga samkvæmt opinberum gögnum. Ríkið hafi borið fyrir sig skjal frá árinu 1954 sem er óþinglýst og ódagsett með engum vottum, sem Sigríður, fyrri eigandi, á að hafa skrifað undir. Kristín segir málið furðulegt enda hafi Sigríður dáið árið 1952. Þar að auki standi í þessu skjali að Sigríður hafi afsalað sér einhverjum 20 hekturum af landi, sem útskýri ekki hvers vegna í ósköpunum Landgræðslan geri tilkall til 4000 hektara í dag. Hlýða má á Kristínu rekja söguna til hlítar í viðtalinu hér að neðan. Einnig er hægt að lesa nánar um forsögu málsins í umfjöllun Vísis. Nokkrum dögum eftir umfjöllun um málið á Bylgjunni og Vísi upplýsti Kristín um það á Facebook að málið hafi verið fellt niður, og ríkið gæfi eftir eignartilkall til svæðisins. Hún hafi fengið tölvupóst þess efnis frá Framkvæmdasýslu ríkiseigna. Tölvupóstinn má sjá að neðan. Kristín og Guðbrandur FSRE vill upplýsa ykkur um eftirfarandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið samþykkti þann 21. mars sl. að ráðuneytið f.h. Ríkissjóðs Íslands gæfi eftir eignartilkall til svæðisins neðan/sunnan svokölluðu landgræðslugirðingar í Meðallandsfjöru og Meðallandssandi gagnvart grandlausum þriðju aðilum sem eignast hafa jarðir á svæðinu á grundvelli tómlætis ríkisins við að ganga frá þinglýsingu á yfirlýsingunni frá árinu 1954. Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum er falið að vinna áfram með málið. Virðingarfyllst, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir Hún segir hipp hipp húrra yfir því að málinu sé loks lokið en veltir því þó fyrir sér hvað málið hafi eiginlega kostað ríkissjóð og hvað þau hjónin hafi eytt mörgum klukkustundum í málið. Hún þakkar Heimi Karlssyni á Bylgjunni fyrir hjálpina og óskar Íslandi til hamingju. Ennþá alveg foxill og enginn axli ábyrgð Kristín segir að þau hjónin séu ennþá foxill yfir málinu og enginn virðist ætla axla ábyrgð á þessum algjörlega tilefnislausu tilraunum til eignaupptöku. „Við erum bara foxill yfir því hvernig búið er að koma fram við okkur, því við höfum alla tíð verið með okkar algjörlega á hreinu. En þetta fólk tók engum rökum og bara ekki neinu,“ segir Kristín. Það segi sína sögu að málið hafi verið fellt niður um leið og fjallað var um það í fjölmiðlum. „Þetta er bara ótrúlegt allt saman, maður er búinn að vera berjast, og við erum bara alveg búin á því. Við vorum alltaf með gjörsigrað mál,“ segir Kristín. Nágranni í svipuðum deilum Svo segir Kristín að nágranni þeirra standi í deilum af svipuðum toga við Landgræðsluna. Nafn nágrannans og bæjarheiti barst ekki til tals. Krafa ríkisins til lands í hans eigu hefur ekki verið felld niður. „Á föstudaginn fáum við þetta sent, og þá eru þeir búnir að taka út kröfuna á okkar jörðu. En í hádeginu í dag er staðan sú að það er ekki búið að taka út kröfurnar hjá nágrönnunum,“ segir Kristín. Hún segir þær kröfur hljóða upp á um 2000 hektara. „En þau hafa ekki verið að öskra eins hátt og við. Þetta er bara annars vegar eldri bóndi og hins vegar fólk sem á heima í Reykjavík, og þau hafa ekkert endilega fattað að landið væri þeirra,“ segir Kristín. Hún segir að fullt af fólki hafi sett sig í samband við hana í kjölfar viðtalsins, og þetta sé svona um allt land, að ríkið reyni að hafa af bændum jarðir þeirra. Skaftárhreppur Skógrækt og landgræðsla Jarða- og lóðamál Stjórnsýsla Bítið Tengdar fréttir Ríkið reynt að hafa þinglýstar jarðir af bændum með valdi Bændur á Syðri-Fljótum segja ríkisstofnanir hafa reynt í tæp tíu ár að hafa af sér þinglýstar jarðir með valdi. Samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hluta jarðar þeirra og er beiðnum um leiðréttingu ekki svarað eða þá stofnanir vísa hver á aðra. 18. mars 2024 13:55 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að Guðbrandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir keyptu tvær jarðir, að Syðri Fljótum og Slígjum, fyrir 26 árum árið 1998. Kristín mætti í bítið á Bylgjunni í síðustu viku og ræddi málið. Þegar þau keyptu landið kom fram að fyrri eigandi hefði afsalað sér einhverjum 10-20 hekturum til ríkisins, til landgræðsluverkefna. En þessar jarðir eru sameinaðar árið 1998 og eigendur þinglýstir og allt til á pappírum hjá sýslumanni. Kristín og Brandur eru þinglýstir eigendur Syðri Fljóta. Landgræðslan eignar sér allt landið Svo atvikast það að árið 2015 kemur maður að nafni Sveinn Runólfsson frá Landgræðslunni sem segist eiga allt landið Slígjar, sem Kristín og Brandur eru þinglýstir eigendur af. Hann hefur meðferðist eitthvað landakort um eignarhald sem Kristín segir alveg fáránlegt, þau hafi svo fengið nokkur mismunandi landakort frá landgræðslunni sem eru öll mismunandi og alveg út úr kú. Verið sé að reyna hafa af þeim þinglýstar eignir. Hún segir Landgræðsluna gera tilkall til um 4000 hektara af landi sem bændurnir eiga samkvæmt opinberum gögnum. Ríkið hafi borið fyrir sig skjal frá árinu 1954 sem er óþinglýst og ódagsett með engum vottum, sem Sigríður, fyrri eigandi, á að hafa skrifað undir. Kristín segir málið furðulegt enda hafi Sigríður dáið árið 1952. Þar að auki standi í þessu skjali að Sigríður hafi afsalað sér einhverjum 20 hekturum af landi, sem útskýri ekki hvers vegna í ósköpunum Landgræðslan geri tilkall til 4000 hektara í dag. Hlýða má á Kristínu rekja söguna til hlítar í viðtalinu hér að neðan. Einnig er hægt að lesa nánar um forsögu málsins í umfjöllun Vísis. Nokkrum dögum eftir umfjöllun um málið á Bylgjunni og Vísi upplýsti Kristín um það á Facebook að málið hafi verið fellt niður, og ríkið gæfi eftir eignartilkall til svæðisins. Hún hafi fengið tölvupóst þess efnis frá Framkvæmdasýslu ríkiseigna. Tölvupóstinn má sjá að neðan. Kristín og Guðbrandur FSRE vill upplýsa ykkur um eftirfarandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið samþykkti þann 21. mars sl. að ráðuneytið f.h. Ríkissjóðs Íslands gæfi eftir eignartilkall til svæðisins neðan/sunnan svokölluðu landgræðslugirðingar í Meðallandsfjöru og Meðallandssandi gagnvart grandlausum þriðju aðilum sem eignast hafa jarðir á svæðinu á grundvelli tómlætis ríkisins við að ganga frá þinglýsingu á yfirlýsingunni frá árinu 1954. Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum er falið að vinna áfram með málið. Virðingarfyllst, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir Hún segir hipp hipp húrra yfir því að málinu sé loks lokið en veltir því þó fyrir sér hvað málið hafi eiginlega kostað ríkissjóð og hvað þau hjónin hafi eytt mörgum klukkustundum í málið. Hún þakkar Heimi Karlssyni á Bylgjunni fyrir hjálpina og óskar Íslandi til hamingju. Ennþá alveg foxill og enginn axli ábyrgð Kristín segir að þau hjónin séu ennþá foxill yfir málinu og enginn virðist ætla axla ábyrgð á þessum algjörlega tilefnislausu tilraunum til eignaupptöku. „Við erum bara foxill yfir því hvernig búið er að koma fram við okkur, því við höfum alla tíð verið með okkar algjörlega á hreinu. En þetta fólk tók engum rökum og bara ekki neinu,“ segir Kristín. Það segi sína sögu að málið hafi verið fellt niður um leið og fjallað var um það í fjölmiðlum. „Þetta er bara ótrúlegt allt saman, maður er búinn að vera berjast, og við erum bara alveg búin á því. Við vorum alltaf með gjörsigrað mál,“ segir Kristín. Nágranni í svipuðum deilum Svo segir Kristín að nágranni þeirra standi í deilum af svipuðum toga við Landgræðsluna. Nafn nágrannans og bæjarheiti barst ekki til tals. Krafa ríkisins til lands í hans eigu hefur ekki verið felld niður. „Á föstudaginn fáum við þetta sent, og þá eru þeir búnir að taka út kröfuna á okkar jörðu. En í hádeginu í dag er staðan sú að það er ekki búið að taka út kröfurnar hjá nágrönnunum,“ segir Kristín. Hún segir þær kröfur hljóða upp á um 2000 hektara. „En þau hafa ekki verið að öskra eins hátt og við. Þetta er bara annars vegar eldri bóndi og hins vegar fólk sem á heima í Reykjavík, og þau hafa ekkert endilega fattað að landið væri þeirra,“ segir Kristín. Hún segir að fullt af fólki hafi sett sig í samband við hana í kjölfar viðtalsins, og þetta sé svona um allt land, að ríkið reyni að hafa af bændum jarðir þeirra.
Kristín og Guðbrandur FSRE vill upplýsa ykkur um eftirfarandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið samþykkti þann 21. mars sl. að ráðuneytið f.h. Ríkissjóðs Íslands gæfi eftir eignartilkall til svæðisins neðan/sunnan svokölluðu landgræðslugirðingar í Meðallandsfjöru og Meðallandssandi gagnvart grandlausum þriðju aðilum sem eignast hafa jarðir á svæðinu á grundvelli tómlætis ríkisins við að ganga frá þinglýsingu á yfirlýsingunni frá árinu 1954. Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum er falið að vinna áfram með málið. Virðingarfyllst, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir
Skaftárhreppur Skógrækt og landgræðsla Jarða- og lóðamál Stjórnsýsla Bítið Tengdar fréttir Ríkið reynt að hafa þinglýstar jarðir af bændum með valdi Bændur á Syðri-Fljótum segja ríkisstofnanir hafa reynt í tæp tíu ár að hafa af sér þinglýstar jarðir með valdi. Samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hluta jarðar þeirra og er beiðnum um leiðréttingu ekki svarað eða þá stofnanir vísa hver á aðra. 18. mars 2024 13:55 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ríkið reynt að hafa þinglýstar jarðir af bændum með valdi Bændur á Syðri-Fljótum segja ríkisstofnanir hafa reynt í tæp tíu ár að hafa af sér þinglýstar jarðir með valdi. Samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hluta jarðar þeirra og er beiðnum um leiðréttingu ekki svarað eða þá stofnanir vísa hver á aðra. 18. mars 2024 13:55