„Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2024 09:30 HK er á leið inn í sitt sjöunda tímabil í efstu deild. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn