Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. mars 2024 20:41 Töskurnar sjö fundust á þremur mismunandi stöðum. Grafík/Sara Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. Spilakassafénu var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í gærmorgun en málið rataði ekki í fjölmiðla fyrr en í morgun, um sólarhring síðar. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar komu fyrst við á Videomarkaðnum í Hamraborg í gærmorgun til að sækja peninga úr spilakössum. Þeir fóru svo inn á Catalinu í sömu erindagjörðum og það var þá sem þjófarnir komu fyrir horn, og létu til skarar skríða. Upptaka er til af ráninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. „Þeir brjóta rúðu, afturrúðu á bílnum, komast þannig inn í hann og taka þarna nokkrar töskur, sjö töskur, fimm tómar en peningar í tveimur,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Þjófarnir hafi ekki verið mikið lengur en 40 sekúndur að athafna sig. Töskurnar opnaðar með slípirokk Rannsóknin hefur gengið hægt en síðdegis í dag var lýst eftir þessum tveimur mönnum á gráum Toyota Yaris, sem samkvæmt heimildum fréttastofu tengast rannsókn málsins. Töskurnar sjö eru allar fundnar; tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela, ekki langt frá Ístaki, að sögn lögreglu. „Það var búið að opna allar töskurnar með slípirokk, skera í sundur og engin verðmæti eftir,“ segir Heimir. Heildarupphæð fjármunanna hafi ekki verið staðfest, en um 20 til 30 milljónir hafi verið í töskunum. Þær eru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti, sé reynt að brjótast inn í töskurnar. Heimir segir vísbendingar um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. „Ég man ekki eftir svipuðu atviki. Ekki svona í bíl en auðvitað hefur verið farið inn í banka og fleira. Og við eigum gömul mál varðandi svoleiðis. En ég man ekki eftir svipuðu.“ Forsvarsmenn Öryggismiðstöðvarinnar verjast allra fregna af málinu en sendu þó frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem þeir staðfestu að brotist hefði verið inn í bíl fyrirtækisins. Öll verðmæti séu tryggð gagnvart viðskiptavinum og atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum. Forstjóri Happdrætti Háskólans staðfesti í dag að peningarnir væru úr spilakössum þeirra. Upphæðin sem stolið var hefur hins vegar ekki fengist staðfest hjá Happdrættinu. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17 Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Spilakassafénu var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í gærmorgun en málið rataði ekki í fjölmiðla fyrr en í morgun, um sólarhring síðar. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar komu fyrst við á Videomarkaðnum í Hamraborg í gærmorgun til að sækja peninga úr spilakössum. Þeir fóru svo inn á Catalinu í sömu erindagjörðum og það var þá sem þjófarnir komu fyrir horn, og létu til skarar skríða. Upptaka er til af ráninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. „Þeir brjóta rúðu, afturrúðu á bílnum, komast þannig inn í hann og taka þarna nokkrar töskur, sjö töskur, fimm tómar en peningar í tveimur,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Þjófarnir hafi ekki verið mikið lengur en 40 sekúndur að athafna sig. Töskurnar opnaðar með slípirokk Rannsóknin hefur gengið hægt en síðdegis í dag var lýst eftir þessum tveimur mönnum á gráum Toyota Yaris, sem samkvæmt heimildum fréttastofu tengast rannsókn málsins. Töskurnar sjö eru allar fundnar; tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela, ekki langt frá Ístaki, að sögn lögreglu. „Það var búið að opna allar töskurnar með slípirokk, skera í sundur og engin verðmæti eftir,“ segir Heimir. Heildarupphæð fjármunanna hafi ekki verið staðfest, en um 20 til 30 milljónir hafi verið í töskunum. Þær eru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti, sé reynt að brjótast inn í töskurnar. Heimir segir vísbendingar um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. „Ég man ekki eftir svipuðu atviki. Ekki svona í bíl en auðvitað hefur verið farið inn í banka og fleira. Og við eigum gömul mál varðandi svoleiðis. En ég man ekki eftir svipuðu.“ Forsvarsmenn Öryggismiðstöðvarinnar verjast allra fregna af málinu en sendu þó frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem þeir staðfestu að brotist hefði verið inn í bíl fyrirtækisins. Öll verðmæti séu tryggð gagnvart viðskiptavinum og atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum. Forstjóri Happdrætti Háskólans staðfesti í dag að peningarnir væru úr spilakössum þeirra. Upphæðin sem stolið var hefur hins vegar ekki fengist staðfest hjá Happdrættinu.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17 Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17
Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06