Eftir að kórónuveiran skall á heimsbyggðinni hefur ýmislegt breyst í knattspyrnunni. Til að mynda eru nú fimm skiptingar leyfðar frekar en aðeins þrjár eins og áður var. Landsliðshópar voru stækkaðir á EM 2022 og á HM sem fram fór í Katar 2022.
UEFA says they will consider a proposal that would allow national teams to name 26-man squads for this summer s European Championship in Germany.#EURO2024
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 28, 2024
More from @PJBuckingham https://t.co/z7ansqYpok
Nú hefur verið greint frá því að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sé að íhuga að leyfa það á nýjan leik. Fram að því var talið öruggt að hóparnir myndu fara aftur niður í 23 leikmenn.
Fundað verður 8. apríl og ákvörðun tekin í kjölfarið. EM í Þýskalandi hefst svo 14. júní og lýkur 14. júlí.