Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 12:00 Caitlin Clark er frábær leikmaður og stórkostleg skytta. AP/Matthew Putney Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum