Ekki sjálfsagt að Aldrei fór ég suður hafi lifað tvo áratugi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2024 10:44 Skemman pökkuð á föstudagskvöld. Ásgeir Helgi Þrastarson Veðrið setti örlítið strik í reikninginn hjá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður þegar útlit var fyrir að flugvél full af tónlistarmönnum gærkvöldsins kæmist ekki vestur. Rokkstjóri hátíðarinnar segir þetta einmitt í anda hátíðarinnar og bætir við að ekki sé sjálfsagt að frumkvöðlaverkefni sem þetta lifi í tuttugu ár. Steingrímsfjarðarheiði var lokað eftir hádeg í gær vegna veðurs og er hún enn lokuð. Þá þurfti Icelandair að seinka flugi sínu frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar í gær vegna veðursins. Það skaut skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður skelk í bringu þar sem von var á nýju holli af tónlistarmönnum með vélinni og fljúga átti flytjendum föstudagskvöldsins aftur suður. Allt gekk þó upp að lokum. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð.Ásgeir Helgi Þrastarson „Þetta var kannski upphaflega uppleggið að þessari hátíð að búa til tónlistarhátíð að hávetri á Ísafirði. Köld skemma, öllum líður jafn illa einhvern vegin. Það var uppleggið þannig að þetta var allt on brand,“ sagði Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikið fjör hafi verið á opnunarkvöldinu í gær, þar sem Lúðrasveit tónlistarskólans, Mugison, Emmsjé Gauti og GDRN spiluðu meðal annars. „Það var pakkað í skemmunni okkar frá fyrsta tóni Lúðrasveitar tónlistarskólans og þar til Celebs kláruðu um kvöldið,“ sagði Kristján. Í gærkvöldi var svo önnur eins veisla í boði, þar sem Birnir, Hipsumhaps, Helgi Björns, Of Monsters and Men, Bogomil Font, Ham og Inspektor Spacetime skemmtu lýðnum. „Ég hef eiginlega bara áhyggjur af því að maður tími ekki að fara að pissa eða eitthvað milli atriða, fá sér að borða eða drekka af því að maður vill helst ekki missa af neinu,“ sagði Kristján Freyr um tónlistarveisluna. Mugison syngur af mikilli innlifun.Ásgeir Helgi Þrastarson Fréttir af því að systkinahátíðirnar Fiskidagurinn mikli og Lunga leggi upp laupana séu sorglegar. Hann þakkar stuðningsfólki allt, enda sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi lifi tvo áratugi. „Ég ætla bara að tileinka þessum hinum hátíðum þessa Aldrei fór ég suður í ár. Ég óska þeim alls að sólu í framtíðinni.“ GDRN sló í gegn. Ásgeir Helgi ÞrastarsonNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men steig á sviðið bæði kvöldin. Ásgeir Helgi ÞrastarsonSannkölluð rokkhátíð.Ásgeir Helgi ÞrastarsonVampíra steig á stokk.Ásgeir Helgi ÞrastarsonGuðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig auðvitað ekki vanta.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÁsgeir Helgi ÞrastarsonMugison og félagar á sviðinu.Ásgeir Helgi ÞrastarsonDr. Gunni í góðum gír.Ásgeir Helgi ÞrastarsonLúðrasveit tónlistarskólans setti hátíðina.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÞað var mikið fjör á tónleikum Emmsjé Gauta á föstudag.Ásgeir Helgi Þrastarson Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Aldrei fór ég suður Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Steingrímsfjarðarheiði var lokað eftir hádeg í gær vegna veðurs og er hún enn lokuð. Þá þurfti Icelandair að seinka flugi sínu frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar í gær vegna veðursins. Það skaut skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður skelk í bringu þar sem von var á nýju holli af tónlistarmönnum með vélinni og fljúga átti flytjendum föstudagskvöldsins aftur suður. Allt gekk þó upp að lokum. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð.Ásgeir Helgi Þrastarson „Þetta var kannski upphaflega uppleggið að þessari hátíð að búa til tónlistarhátíð að hávetri á Ísafirði. Köld skemma, öllum líður jafn illa einhvern vegin. Það var uppleggið þannig að þetta var allt on brand,“ sagði Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikið fjör hafi verið á opnunarkvöldinu í gær, þar sem Lúðrasveit tónlistarskólans, Mugison, Emmsjé Gauti og GDRN spiluðu meðal annars. „Það var pakkað í skemmunni okkar frá fyrsta tóni Lúðrasveitar tónlistarskólans og þar til Celebs kláruðu um kvöldið,“ sagði Kristján. Í gærkvöldi var svo önnur eins veisla í boði, þar sem Birnir, Hipsumhaps, Helgi Björns, Of Monsters and Men, Bogomil Font, Ham og Inspektor Spacetime skemmtu lýðnum. „Ég hef eiginlega bara áhyggjur af því að maður tími ekki að fara að pissa eða eitthvað milli atriða, fá sér að borða eða drekka af því að maður vill helst ekki missa af neinu,“ sagði Kristján Freyr um tónlistarveisluna. Mugison syngur af mikilli innlifun.Ásgeir Helgi Þrastarson Fréttir af því að systkinahátíðirnar Fiskidagurinn mikli og Lunga leggi upp laupana séu sorglegar. Hann þakkar stuðningsfólki allt, enda sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi lifi tvo áratugi. „Ég ætla bara að tileinka þessum hinum hátíðum þessa Aldrei fór ég suður í ár. Ég óska þeim alls að sólu í framtíðinni.“ GDRN sló í gegn. Ásgeir Helgi ÞrastarsonNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men steig á sviðið bæði kvöldin. Ásgeir Helgi ÞrastarsonSannkölluð rokkhátíð.Ásgeir Helgi ÞrastarsonVampíra steig á stokk.Ásgeir Helgi ÞrastarsonGuðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig auðvitað ekki vanta.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÁsgeir Helgi ÞrastarsonMugison og félagar á sviðinu.Ásgeir Helgi ÞrastarsonDr. Gunni í góðum gír.Ásgeir Helgi ÞrastarsonLúðrasveit tónlistarskólans setti hátíðina.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÞað var mikið fjör á tónleikum Emmsjé Gauta á föstudag.Ásgeir Helgi Þrastarson
Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Aldrei fór ég suður Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira