„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2024 20:01 Bogi segir að skemmdirnar séu dýrar viðgerðar. Vísir/Steingrímur Dúi Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“ Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira