Einelti sagt ástæða árásarinnar Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 14:14 Tilkynnt var um árásina í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, klukkan 9:08 að staðartíma í gær. EPA Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. Tólf ára drengur lést og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega í árásinni sem gerð var í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, í gærmorgun. Lögregla í Finnlandi hefur greint fjölmiðlum nánar frá framgangi rannsóknarinnar í dag. Lögregla staðfesti í dag að við yfirheyrslur hafi hinn grunaði sagt ástæðu árásarinnar vera einelti sem hann hafi þurft að þola. Þá greindi lögregla frá því að barnið hafi hótað nemendum sem voru á leið í skólann í hverfinu Siltamäki, skömmu eftir að hann hafi skotið samnemendur sína í Viertolan-skólanum og áður en hann var handtekinn. Hóf nám í skólanum um áramótin Í frétt YLE segir að barnið sem grunað er um árásina hafi byrjað að stunda nám við skólann um áramótin eftir að hafa þá flutt til Vantaa. Skólastjórnendur við Viertolan-skólann hafa reynt að halda venjulegu skólastarfi gangandi í dag, þó að skóladagurinn hafi verið styttri en vanalega. Hið sama verður upp á tengingnum á morgun og föstudag. Í fyrstu kennslustundinni í morgun var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Rannsaka hvernig barnið komst yfir skammbyssuna Lögregla í Finnlandi rannsakar nú hvernig barnið komst yfir skammbyssuna sem notuð var í árásinni, en fjölmargir hafa verið yfirheyrðir bæði í gær og í dag. Lögregla hefur bent á að mikið magn rangra upplýsinga um árásina sé nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi TikTok. Hefur sérstaklega verið bent á að ólöglegt sé að dreifa röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum í málum sem þessum. Finnland Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Tólf ára drengur lést og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega í árásinni sem gerð var í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, í gærmorgun. Lögregla í Finnlandi hefur greint fjölmiðlum nánar frá framgangi rannsóknarinnar í dag. Lögregla staðfesti í dag að við yfirheyrslur hafi hinn grunaði sagt ástæðu árásarinnar vera einelti sem hann hafi þurft að þola. Þá greindi lögregla frá því að barnið hafi hótað nemendum sem voru á leið í skólann í hverfinu Siltamäki, skömmu eftir að hann hafi skotið samnemendur sína í Viertolan-skólanum og áður en hann var handtekinn. Hóf nám í skólanum um áramótin Í frétt YLE segir að barnið sem grunað er um árásina hafi byrjað að stunda nám við skólann um áramótin eftir að hafa þá flutt til Vantaa. Skólastjórnendur við Viertolan-skólann hafa reynt að halda venjulegu skólastarfi gangandi í dag, þó að skóladagurinn hafi verið styttri en vanalega. Hið sama verður upp á tengingnum á morgun og föstudag. Í fyrstu kennslustundinni í morgun var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Rannsaka hvernig barnið komst yfir skammbyssuna Lögregla í Finnlandi rannsakar nú hvernig barnið komst yfir skammbyssuna sem notuð var í árásinni, en fjölmargir hafa verið yfirheyrðir bæði í gær og í dag. Lögregla hefur bent á að mikið magn rangra upplýsinga um árásina sé nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi TikTok. Hefur sérstaklega verið bent á að ólöglegt sé að dreifa röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum í málum sem þessum.
Finnland Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33