Einelti sagt ástæða árásarinnar Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 14:14 Tilkynnt var um árásina í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, klukkan 9:08 að staðartíma í gær. EPA Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. Tólf ára drengur lést og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega í árásinni sem gerð var í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, í gærmorgun. Lögregla í Finnlandi hefur greint fjölmiðlum nánar frá framgangi rannsóknarinnar í dag. Lögregla staðfesti í dag að við yfirheyrslur hafi hinn grunaði sagt ástæðu árásarinnar vera einelti sem hann hafi þurft að þola. Þá greindi lögregla frá því að barnið hafi hótað nemendum sem voru á leið í skólann í hverfinu Siltamäki, skömmu eftir að hann hafi skotið samnemendur sína í Viertolan-skólanum og áður en hann var handtekinn. Hóf nám í skólanum um áramótin Í frétt YLE segir að barnið sem grunað er um árásina hafi byrjað að stunda nám við skólann um áramótin eftir að hafa þá flutt til Vantaa. Skólastjórnendur við Viertolan-skólann hafa reynt að halda venjulegu skólastarfi gangandi í dag, þó að skóladagurinn hafi verið styttri en vanalega. Hið sama verður upp á tengingnum á morgun og föstudag. Í fyrstu kennslustundinni í morgun var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Rannsaka hvernig barnið komst yfir skammbyssuna Lögregla í Finnlandi rannsakar nú hvernig barnið komst yfir skammbyssuna sem notuð var í árásinni, en fjölmargir hafa verið yfirheyrðir bæði í gær og í dag. Lögregla hefur bent á að mikið magn rangra upplýsinga um árásina sé nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi TikTok. Hefur sérstaklega verið bent á að ólöglegt sé að dreifa röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum í málum sem þessum. Finnland Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Tólf ára drengur lést og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega í árásinni sem gerð var í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, í gærmorgun. Lögregla í Finnlandi hefur greint fjölmiðlum nánar frá framgangi rannsóknarinnar í dag. Lögregla staðfesti í dag að við yfirheyrslur hafi hinn grunaði sagt ástæðu árásarinnar vera einelti sem hann hafi þurft að þola. Þá greindi lögregla frá því að barnið hafi hótað nemendum sem voru á leið í skólann í hverfinu Siltamäki, skömmu eftir að hann hafi skotið samnemendur sína í Viertolan-skólanum og áður en hann var handtekinn. Hóf nám í skólanum um áramótin Í frétt YLE segir að barnið sem grunað er um árásina hafi byrjað að stunda nám við skólann um áramótin eftir að hafa þá flutt til Vantaa. Skólastjórnendur við Viertolan-skólann hafa reynt að halda venjulegu skólastarfi gangandi í dag, þó að skóladagurinn hafi verið styttri en vanalega. Hið sama verður upp á tengingnum á morgun og föstudag. Í fyrstu kennslustundinni í morgun var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Rannsaka hvernig barnið komst yfir skammbyssuna Lögregla í Finnlandi rannsakar nú hvernig barnið komst yfir skammbyssuna sem notuð var í árásinni, en fjölmargir hafa verið yfirheyrðir bæði í gær og í dag. Lögregla hefur bent á að mikið magn rangra upplýsinga um árásina sé nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi TikTok. Hefur sérstaklega verið bent á að ólöglegt sé að dreifa röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum í málum sem þessum.
Finnland Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33