Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 06:56 Kallas segir að grípa verði til aðgerða núna, ekki þegar það verður orðið of seint. AP/Omar Havana Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hún segir bráðnauðsynlegt að aðildarríki Nató standi við það að verja tveimur prósentum landsframleiðslu sinnar til varnarmála. „Árið 1938 var ljóst að það stefndi í stríð þannig að útgjöld til varnarmála voru aukin um 100 prósent en það var of seint,“ segir Kallas í samtali við BBC. „Þetta er það sem við þurfum að gera núna til að varðveita lífsmáta okkar, til að varðveita frið í Evrópu,“ bætir hún við. Staðan er hins vegar sú að færri en tveir þriðjuhlutar aðildarríkja Nató hafa náð tveggja prósenta markmiðinu, sem hefur meðal annars verið harkalega gagnrýnt af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda. Kallas segir herskyldu einnig geta skipt sköpum. „Við búum að varaherliði sem telur 44 þúsund manns, sem jafngildir um tveimur milljónum fyrir Bretland. Tveimur milljónum einstaklinga sem eru reiðubúnir til að verja land sitt og vita hvað þeir þurfa að gera,“ segir hún. Hún segir hvert ríki þurfa að ákveða það fyrir sig að taka upp herskyldu en hún mæli með því. Það komi henni hins vegar ekki á óvart að áköllum um herskyldu hafi verið hafnað í Bretlandi. Saga ríkjanna sé ólík. „Við höfum glatað sjálfstæði okkar og frelsi einu sinni og viljum ekki glata því aftur. Þeir segja að þú skiljir aðeins frelsi og hvað það þýðir þegar þú hefur það ekki.“ Litháen tók upp herskyldu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og Lettland og Svíþjóð hafa gert slíkt hið sama í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá hafa stjórnvöld í Noregi tilkynnt að þau hyggist fjölga í hernum og Danir ákveðið að kveða konur í herinn og lengja herskylduna. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Eistland Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Hún segir bráðnauðsynlegt að aðildarríki Nató standi við það að verja tveimur prósentum landsframleiðslu sinnar til varnarmála. „Árið 1938 var ljóst að það stefndi í stríð þannig að útgjöld til varnarmála voru aukin um 100 prósent en það var of seint,“ segir Kallas í samtali við BBC. „Þetta er það sem við þurfum að gera núna til að varðveita lífsmáta okkar, til að varðveita frið í Evrópu,“ bætir hún við. Staðan er hins vegar sú að færri en tveir þriðjuhlutar aðildarríkja Nató hafa náð tveggja prósenta markmiðinu, sem hefur meðal annars verið harkalega gagnrýnt af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda. Kallas segir herskyldu einnig geta skipt sköpum. „Við búum að varaherliði sem telur 44 þúsund manns, sem jafngildir um tveimur milljónum fyrir Bretland. Tveimur milljónum einstaklinga sem eru reiðubúnir til að verja land sitt og vita hvað þeir þurfa að gera,“ segir hún. Hún segir hvert ríki þurfa að ákveða það fyrir sig að taka upp herskyldu en hún mæli með því. Það komi henni hins vegar ekki á óvart að áköllum um herskyldu hafi verið hafnað í Bretlandi. Saga ríkjanna sé ólík. „Við höfum glatað sjálfstæði okkar og frelsi einu sinni og viljum ekki glata því aftur. Þeir segja að þú skiljir aðeins frelsi og hvað það þýðir þegar þú hefur það ekki.“ Litháen tók upp herskyldu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og Lettland og Svíþjóð hafa gert slíkt hið sama í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá hafa stjórnvöld í Noregi tilkynnt að þau hyggist fjölga í hernum og Danir ákveðið að kveða konur í herinn og lengja herskylduna.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Eistland Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira