„Hefðum getað skorað svona sjö mörk” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:59 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en svekktur að ná einungis jafntefli þar sem aragrúi dauðafæra fór í súginn. „Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.” Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.”
Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira