Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjókkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll á laugardaginn. Á meðan gigginu stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum. Patrik vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í gær en birti skjáskot á Instagram af frétt Vísis um málið þar sem hann sagði félaga sinn hafa lagt bílnum: „Jesus Daði Ófeigs að keyra í gær.“

Eva Ruza Miljevic skemmtikrafur birti skemmtilegar myndir af sér og Evu Laufeyju Kjaran úr steypiboði þeirrar síðarnefndu.
„Evan mín sem er að framleiða litla Evu fékk babyshower í dag, og óléttumyndatöku með mér,“ skrifar Eva Ruza við myndirnar.
Plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr hélt styrktartónleikar Krafts í Lindakirkju í Kópavogi.
Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einars átti bleikan sunnudag.
Ljósmyndarinn Anna Maggý fagnaði 29 ára afmæli sínu.
Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir og kærastinn hennar, Geir Ulrich Skaftason, tilkynntu að þau ættu á sínu öðru barni saman.
Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, fögnuðu eins árs afmæli dóttur þeirra um helgina.
Sonur tónlistarmannsins Aron Can og Ernu Maríu Björnsdóttur flugfreyju varð eins árs í vikunni.
Helgi Ómarsson var glaðöur að hitta mömmu sína sem býr á Egilstöðum.
Svana Lovísa Kristjánsdóttir fór þakklát inn í helgina.
Fjölskylda Önnu Bergmann trendnet-bloggara og Atla Bjarnasonar fullkomnaðist þegar þau eignuðust dreng í vikunni.
Guðmundur Birkir Pálmason, þekktur sem Gummi kíró, átti laufléttan laugardag.
Svala Björgvins skellti sér í myndatöku.
Fanney Ingvarsdóttir mætti prúðbúin í svörtum síðkjól á árshátíð Landsbankans um helgina.
Aldís Amah Hamilton leikkona fagnaði 33 ára afmæli sínu á laugardaginn. Nafnið Amah þýðir laugardagur og þykir henni því afar vænt afmælisdaginn þegar hann lendir á laugardegi.
„Fáir vita að nafnið mitt, Amah, þýðir laugardagur. Í Vestur-Afríku er hefð að barn fái nafn eftir deginum sem það fæddist á. Ama(h) þýðir “Tengd Guði” sem er aldeilis viðeigandi þegar kona nær svona heilagri tölu. Þess vegna þykir mér einstaklega vænt um afmælisdagana mína sem falla á laugardag. Og svo er 3 líka ein af tveimur uppáhaldstölunum mínum. Hin er 6. Mögulega því ég á afmæli 6 apríl hahah. Þetta þarf ekki að vera flókið.“
Ofurhlaupakonan Mari Jaersk fagnaði ástinni í brúðkaupi á Akranesi.
Tara Sif Birgisdóttir, dansari og fasteignasali, nýtur lífsins í sólinni á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni.