Guðrún myndi gera allt fyrir Ísland: „Hentu mér í senterinn, ég er til“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 13:00 Guðrún Arnardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, er bjartsýn á góð úrslit gegn sterku liði Þjóðverja í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun Vísir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins er bjartsýn á gott gengi liðsins í stórleik gegn Þjóðverjum í undankeppni EM á Tivoli leikvanginum í Aachen á morgun. Guðrún hefur þurft að aðlaga sig að nýju hlutverki innan íslenska liðsins en segist myndi spila hvaða stöðu sem er fyrir Ísland. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira