Þurfa hugrekki og þor: „Fórna öllu fyrir þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 14:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsiðsins í fótbolta, segir sitt lið þurfa að þora að spila á sínum gildum í kvöld gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025. Sýna hugrekki. Þýska liðið sé mjög gott en það sé íslenska liðið líka. Hann segir íslenska liðið ætla að fórna öllu í leik kvöldsins og sjá hverju það skilar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira