Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 11:12 Gísli Marteinn hefur lýst Eurovision keppninni undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. „Fyrir mér snýst Eurovision um stemningu og gleði og ég finn fyrir hvorugu í keppninni í ár,“ skrifaði Gísli í tilkynningu í gær. Vísir reyndi í mars að ná tali af Gísla vegna málsins án árangurs. Á þeim tíma var ljóst að Felix Bergsson yrði ekki fararstjóri enda kominn í forsetaframboð ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. „Við erum að vinna í því að finna annan þul í stað Gísla Marteins og það liggur fyrir fljótlega enda miðar leitinni vel,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í skriflegu svari til Vísis. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í Eurovision að þessu sinni vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og þátttöku Ísrael í keppninni. Áður hefur Ásdís María Viðarsdóttir lagahöfundur lagsins Scared of Heights tilkynnt að hún muni ekki fylgja hópnum út, samvisku sinnar vegna. Hera Björk hefur sjálf ítrekað gefið það út að hún hyggist keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd bæði áður og eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Hún hefur verið opinská með sigurinn, sagt tilfinningar sínar hafa verið blendnar en hefur sagt að hún telji mikilvægt að breiða út boðskap friðar með tónlist sinni og þátttöku í keppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. „Fyrir mér snýst Eurovision um stemningu og gleði og ég finn fyrir hvorugu í keppninni í ár,“ skrifaði Gísli í tilkynningu í gær. Vísir reyndi í mars að ná tali af Gísla vegna málsins án árangurs. Á þeim tíma var ljóst að Felix Bergsson yrði ekki fararstjóri enda kominn í forsetaframboð ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. „Við erum að vinna í því að finna annan þul í stað Gísla Marteins og það liggur fyrir fljótlega enda miðar leitinni vel,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í skriflegu svari til Vísis. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í Eurovision að þessu sinni vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og þátttöku Ísrael í keppninni. Áður hefur Ásdís María Viðarsdóttir lagahöfundur lagsins Scared of Heights tilkynnt að hún muni ekki fylgja hópnum út, samvisku sinnar vegna. Hera Björk hefur sjálf ítrekað gefið það út að hún hyggist keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd bæði áður og eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Hún hefur verið opinská með sigurinn, sagt tilfinningar sínar hafa verið blendnar en hefur sagt að hún telji mikilvægt að breiða út boðskap friðar með tónlist sinni og þátttöku í keppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56
Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13