Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2024 14:55 Gildandi leyfi Ísteka var gefið út árið 2022 eftir útgáfu reglugerðar um blóðtöku úr fylfullum hryssum og gildir það til 5. október 2025. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Segir að þetta sé niðurstaðan eftir að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið yfir þau gögn sem fyrir liggi og sjónarmið frá Ísteka ehf. Blóðmerahald hefur mikið verið í fréttum síðustu ár eftir að myndir voru birtar árið 2022 sem sýndu bágan aðbúnað og að illa væri farið með dýrin í tengslum við blóðtöku. Fram kemur að Ísteka hafi um áratugaskeið haft leyfi fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Gildandi leyfi fyrirtækisins hafi verið gefið út árið 2022 eftir útgáfu reglugerðar um blóðtöku úr fylfullum hryssum og gildi það til 5. október 2025. „Eftir að Eftirlitsstofnun EFTA upplýsti íslensk stjórnvöld um að starfseminni bæri að fara eftir tilskipun sem innleidd hefur verið hérlendis með reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni felldi matvælaráðherra reglugerð nr. 900/2022 úr gildi. Ekki er fjallað sérstaklega um afturköllun leyfis stefnanda í reglugerð nr. 1130/2023 sem felldi reglugerð nr. 900/2022 úr gildi og engin breyting hefur verið gerð á lögum nr. 55/2013 sem sérstaklega er vísað til í leyfinu og er grundvöllur þess. Matvælastofnun hefur skoðað hvort tilefni sé til að afturkalla starfsleyfi Ísteka ehf. á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga. Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og sjónarmið frá Ísteka ehf. er það mat stofnunarinnar að ekki séu nægjanlegar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins og mun starfsemin halda áfram á grundvelli leyfisins til 5. október 2025,“ segir á vef Matvælastofnunar. Sterkar ástæður þurfi til að afturkalla leyfi Ennfremur segir að ákvörðun stofnunarinnar byggi meðal annars á því að sterkar ástæður þurfi til að afturkalla ívilnandi stjórnvaldsákvörðun líkt og ákvörðun um útgáfu starfsleyfis til Ísteka. „Matvælastofnun telur að eftirlits- og rannsóknarniðurstöður sem nú liggja fyrir gefi ekki tilefni til að líta svo á að ríkar heimildir séu til staðar hvað varðar velferð og heilsu hryssa sem notaðar eru til blóðtöku. Veigamiklar ástæður þarf til afturköllunar leyfis sem aðili er byrjaður að nýta og er afmarkað hvað varðar efni og tíma. Þá horfði Matvælastofnun til réttmætra væntingar leyfishafa og þeirra sjónarmiða sem fyrirtækið upplýsti við meðferð málsins um hvaða afleiðingar afturköllun hefði á starfsemi þess og samstarfsaðila. Matvælastofnun hefur upplýst fyrirtækið um ítarlegar kröfur sem fyrirtækið og starfsemin verður að uppfylla.“ Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Segir að þetta sé niðurstaðan eftir að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið yfir þau gögn sem fyrir liggi og sjónarmið frá Ísteka ehf. Blóðmerahald hefur mikið verið í fréttum síðustu ár eftir að myndir voru birtar árið 2022 sem sýndu bágan aðbúnað og að illa væri farið með dýrin í tengslum við blóðtöku. Fram kemur að Ísteka hafi um áratugaskeið haft leyfi fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Gildandi leyfi fyrirtækisins hafi verið gefið út árið 2022 eftir útgáfu reglugerðar um blóðtöku úr fylfullum hryssum og gildi það til 5. október 2025. „Eftir að Eftirlitsstofnun EFTA upplýsti íslensk stjórnvöld um að starfseminni bæri að fara eftir tilskipun sem innleidd hefur verið hérlendis með reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni felldi matvælaráðherra reglugerð nr. 900/2022 úr gildi. Ekki er fjallað sérstaklega um afturköllun leyfis stefnanda í reglugerð nr. 1130/2023 sem felldi reglugerð nr. 900/2022 úr gildi og engin breyting hefur verið gerð á lögum nr. 55/2013 sem sérstaklega er vísað til í leyfinu og er grundvöllur þess. Matvælastofnun hefur skoðað hvort tilefni sé til að afturkalla starfsleyfi Ísteka ehf. á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga. Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og sjónarmið frá Ísteka ehf. er það mat stofnunarinnar að ekki séu nægjanlegar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins og mun starfsemin halda áfram á grundvelli leyfisins til 5. október 2025,“ segir á vef Matvælastofnunar. Sterkar ástæður þurfi til að afturkalla leyfi Ennfremur segir að ákvörðun stofnunarinnar byggi meðal annars á því að sterkar ástæður þurfi til að afturkalla ívilnandi stjórnvaldsákvörðun líkt og ákvörðun um útgáfu starfsleyfis til Ísteka. „Matvælastofnun telur að eftirlits- og rannsóknarniðurstöður sem nú liggja fyrir gefi ekki tilefni til að líta svo á að ríkar heimildir séu til staðar hvað varðar velferð og heilsu hryssa sem notaðar eru til blóðtöku. Veigamiklar ástæður þarf til afturköllunar leyfis sem aðili er byrjaður að nýta og er afmarkað hvað varðar efni og tíma. Þá horfði Matvælastofnun til réttmætra væntingar leyfishafa og þeirra sjónarmiða sem fyrirtækið upplýsti við meðferð málsins um hvaða afleiðingar afturköllun hefði á starfsemi þess og samstarfsaðila. Matvælastofnun hefur upplýst fyrirtækið um ítarlegar kröfur sem fyrirtækið og starfsemin verður að uppfylla.“
Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59